Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var mættur í málarabuxunum á æfingu á mánudaginn en fer svo af stað með liðinu eftir nokkra daga. vísir/Andri marinó „Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
„Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira