32.000 manna fólksflutningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. júlí 2015 07:00 VÍSIR „Við létum vita að við værum tilbúin að taka að lágmarki við 25 manns á ári þannig að þetta eru að lágmarki 50 kvótaflóttamenn á næstu tveimur árum,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ísland mun taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum til að létta undir flóttamannastraumnum í suðurhluta Evrópu. Í samanburði við önnur ríki sem taka á móti kvótaflóttafólki er Ísland að taka á móti hlutfallslega jafn mörgum og Þýskaland og Frakkland, eða um 0,01 prósenti af mannfjölda í viðkomandi ríki. Undirbúningur á móttöku flóttafólksins er þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að þeirri niðurstöðu á mánudaginn að taka ætti við um 32 þúsund flóttamönnum og mun Ísland taka við hluta þeirra. Ríki Evrópu byrja að taka á móti flóttamönnum í október,„Við höfum verið að vinna að því í nánu samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og munum halda áfram að gera það. Núna fram undan er það starf Flóttamannaráðs að undirbúa móttökuna,“ segir hún. Eygló segir ákvörðunina tekna með fyrirvara um samþykki Alþingis en hún er bjartsýn á að fjármögnun náist.Það eru að lokum sveitarfélög sem taka á móti flóttafólkinu og sjá til þess að það nái fótfestu hér á landi. „Við höfum fengið ákveðin skilaboð um að það séu ákveðin sveitarfélög tilbúin að taka þátt. Það þarf þá að koma í ljós hvort það gangi ekki allt saman eftir hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lýst því yfir að þau hafi áhuga á að taka á móti kvótaflóttamönnum,“ segir Eygló sem býst við áframhaldandi og góðu samstarfi við Rauða krossinn um málið. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að samkomulagi á fundi sínum í Brussel á mánudaginn að taka við 32 þúsund flóttamönnum og koma þeim fyrir í álfunni. Fundur ráðherranna þótti þó ekki hafa heppnast nægilega vel. Upphaflega var áætlað að taka á móti 40 þúsund flóttamönnum en ekki náðist full samstaða um móttöku þeirra. Því munu nokkur Evrópuríki leggja sitt af mörkum en önnur sitja hjá. Fyrstu flóttamönnunum verður komið fyrir í október í ár. Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála innan Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með niðurstöðuna en þó segir hann að ákvörðunin hafi verið stórt skref fram á við. Ákveðið var að þeir átta þúsund flóttamenn sem eftir eru hljóti móttöku í lok árs. Þjóðverjar taka á móti flestumÞýskaland og Frakkland taka á móti flestum flóttamönnum en Þýskaland mun taka við 12.100 manns og Frakkland 9.127. Danmörk, Bretland og Írland búa við undanþágur frá málefnum af þessum toga innan Evrópusambandsins en kusu þó að taka að einhverju leyti þátt. Bretland tekur á móti 2.200 manns, Danmörk tekur á móti 1.000 manns og Írland 1.120. Þrátt fyrir miklar skuldbindingar nokkurra ríkja var ekki full samstaða um móttöku flóttafólks.Ungverjaland og Austurríki lögðust meðal annars hart gegn samkomulaginu en hvorugt ríkið mun taka á móti flóttamönnum. Nokkur ríki utan Evrópusambandsins munu einnig taka við flóttamönnum en það eru Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noregur. Athygli vekur að Noregur ákvað að taka á móti 3.500 flóttamönnum, sem er hlutfallslega langmest miðað við önnur ríki. Ísland hlutfallslega öflugtÞá stendur Ísland sig nokkuð vel í þeim efnum en sá fjöldi sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum er hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að Ísland sé hátt skrifað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Það var ánægjulegt þegar við fengum heimsókn frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem þau sögðu að hvernig við höfum tekið á móti kvótaflóttamönnum hefur verið til fyrirmyndar,“ segir hún. Eygló segist ekki vita hvenær hægt verði að taka á móti fólkinu en það muni skýrast í haust. Hóparnir sem þau horfa til eru einstæðar mæður, hinsegin fólk og fólk sem þarfnast aðhlynningar. „Við þurfum að gera okkar. Þarna er mikill vandi. Þetta er okkar framlag í að taka á þessari neyð en ég held að við vitum það öll að við leysum þetta ekki bara með þessum hætti heldur liggja lausnirnar í friði í viðkomandi löndum auk uppbyggingar. Þar kemur til annars konar þróunaraðstoð sem mun skipta verulega miklu máli.“ Alþingi Flóttamenn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Við létum vita að við værum tilbúin að taka að lágmarki við 25 manns á ári þannig að þetta eru að lágmarki 50 kvótaflóttamenn á næstu tveimur árum,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ísland mun taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum til að létta undir flóttamannastraumnum í suðurhluta Evrópu. Í samanburði við önnur ríki sem taka á móti kvótaflóttafólki er Ísland að taka á móti hlutfallslega jafn mörgum og Þýskaland og Frakkland, eða um 0,01 prósenti af mannfjölda í viðkomandi ríki. Undirbúningur á móttöku flóttafólksins er þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að þeirri niðurstöðu á mánudaginn að taka ætti við um 32 þúsund flóttamönnum og mun Ísland taka við hluta þeirra. Ríki Evrópu byrja að taka á móti flóttamönnum í október,„Við höfum verið að vinna að því í nánu samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og munum halda áfram að gera það. Núna fram undan er það starf Flóttamannaráðs að undirbúa móttökuna,“ segir hún. Eygló segir ákvörðunina tekna með fyrirvara um samþykki Alþingis en hún er bjartsýn á að fjármögnun náist.Það eru að lokum sveitarfélög sem taka á móti flóttafólkinu og sjá til þess að það nái fótfestu hér á landi. „Við höfum fengið ákveðin skilaboð um að það séu ákveðin sveitarfélög tilbúin að taka þátt. Það þarf þá að koma í ljós hvort það gangi ekki allt saman eftir hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lýst því yfir að þau hafi áhuga á að taka á móti kvótaflóttamönnum,“ segir Eygló sem býst við áframhaldandi og góðu samstarfi við Rauða krossinn um málið. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að samkomulagi á fundi sínum í Brussel á mánudaginn að taka við 32 þúsund flóttamönnum og koma þeim fyrir í álfunni. Fundur ráðherranna þótti þó ekki hafa heppnast nægilega vel. Upphaflega var áætlað að taka á móti 40 þúsund flóttamönnum en ekki náðist full samstaða um móttöku þeirra. Því munu nokkur Evrópuríki leggja sitt af mörkum en önnur sitja hjá. Fyrstu flóttamönnunum verður komið fyrir í október í ár. Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála innan Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með niðurstöðuna en þó segir hann að ákvörðunin hafi verið stórt skref fram á við. Ákveðið var að þeir átta þúsund flóttamenn sem eftir eru hljóti móttöku í lok árs. Þjóðverjar taka á móti flestumÞýskaland og Frakkland taka á móti flestum flóttamönnum en Þýskaland mun taka við 12.100 manns og Frakkland 9.127. Danmörk, Bretland og Írland búa við undanþágur frá málefnum af þessum toga innan Evrópusambandsins en kusu þó að taka að einhverju leyti þátt. Bretland tekur á móti 2.200 manns, Danmörk tekur á móti 1.000 manns og Írland 1.120. Þrátt fyrir miklar skuldbindingar nokkurra ríkja var ekki full samstaða um móttöku flóttafólks.Ungverjaland og Austurríki lögðust meðal annars hart gegn samkomulaginu en hvorugt ríkið mun taka á móti flóttamönnum. Nokkur ríki utan Evrópusambandsins munu einnig taka við flóttamönnum en það eru Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noregur. Athygli vekur að Noregur ákvað að taka á móti 3.500 flóttamönnum, sem er hlutfallslega langmest miðað við önnur ríki. Ísland hlutfallslega öflugtÞá stendur Ísland sig nokkuð vel í þeim efnum en sá fjöldi sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum er hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að Ísland sé hátt skrifað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Það var ánægjulegt þegar við fengum heimsókn frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem þau sögðu að hvernig við höfum tekið á móti kvótaflóttamönnum hefur verið til fyrirmyndar,“ segir hún. Eygló segist ekki vita hvenær hægt verði að taka á móti fólkinu en það muni skýrast í haust. Hóparnir sem þau horfa til eru einstæðar mæður, hinsegin fólk og fólk sem þarfnast aðhlynningar. „Við þurfum að gera okkar. Þarna er mikill vandi. Þetta er okkar framlag í að taka á þessari neyð en ég held að við vitum það öll að við leysum þetta ekki bara með þessum hætti heldur liggja lausnirnar í friði í viðkomandi löndum auk uppbyggingar. Þar kemur til annars konar þróunaraðstoð sem mun skipta verulega miklu máli.“
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent