Norðmenn unnu á hatri með ást Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem minntust fórnarlamba Breiviks í Vatnsmýrinni í gær. vísir/andri marinó „Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira