Draumur um öflugt samstarf milli leikskóla og Barnaverndar Nichole Leigh Mosty skrifar 28. júlí 2015 06:00 Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun