Eins og björtustu vonir stóðu til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2015 08:30 Hvað gerist í dag? Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 200 metra bringusundi í dag. Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30
Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23