Ísland á sundkortið í Kazan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2015 06:00 Þrisvar inn á topp tíu. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð fyrst Íslendingar til að komast inn á topp tíu í þremur greinum á sama heimsmeistaramóti í 50 metra laug. Fréttablaðið/AFP „Við höfum verið að strögla að komast inn í milliriðla og í úrslitariðla nánast alla þessa öld. Það að komast fimm sinnum inn í milliriðla og þrisvar í úrslit er langt umfram það sem við væntum,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, um frábæran árangur á HM í sundi sem lauk um síðustu helgi.Þrisvar inn á topp tíu á sama HM Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í úrslit í tveimur greinum og varð fyrsti íslenski sundmaðurinn frá upphafi til að komast inn á topp tíu í þremur greinum á HM í 50 metra laug. Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í úrslit í sinni bestu grein með því að setja tvö Íslands- og Norðurlandamet sama daginn. Bryndís Rán Hansen og Anton Sveinn McKee settu bæði met. „Þetta er það besta sem við höfum gert á heimsmeistaramóti síðan í Fukuoka 2001,“ segir Hörður en Örn Arnarson vann bæði silfur og brons á HM fyrir fjórtán árum. Hörður nefnir sérstaklega þessi ár með bæði Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Erni en þrátt fyrir góða möguleika þá náðu þeir ekki að setja saman eins flott heimsmeistaramót og þær Hrafnhildur og Eygló Ósk gerðu núna.Erfitt að vera eini strákurinn Stelpurnar stálu vissulega sviðsljósinu með frábærum árangri en fulltrúi karlpeningsins var líka að stimpla sig inn. „Það var erfitt fyrir Anton að vera eini strákurinn í hópnum. Það voru sterkari andstæðingar sem hann var að kljást við en hann stóð alveg undir pressunni og tók meðal annars Íslandsmetið sem Jakob Jóhann Sveinsson setti fyrir einhverjum árum síðan. Þetta er hann að gera í miðjum breytingum því hann er að breyta sér úr því að vera langsundsskriðsundsmaður í það að verða bringusundsmaður. Það er líka ákveðið stökk,“ segir Hörður. „Ég held að það hafi ekki gerst,“ segir Hörður aðspurður um það þegar bæði Hrafnhildur og Eygló náðu báðar að bæta sig tvisvar á sama deginum. Eygló setti tvö Norðurlandamet sama daginn og Hrafnhildur bætti Íslandsmetið tvisvar í 200 metra sundinu saman daginn auk þess að jafna Íslandsmet sitt í 50 metra bringusundinu sama daginn og hún hafði sett það. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í en höfum ekki séð fyrr en núna,“ segir Hörður.Bein til að bera mótlæti „Hrafnhildur hefur bein til þess að bera mótlæti og nýtir það sér í vil sem er mjög mikill kostur. Ég sá það líka á þessu móti að þegar allt gekk ekki upp þá bætti Hrafnhildur í frekar en hitt. Það var mikil hvatning fyrir hina í hópnum,“ segir Hörður. „Það að vera búin að ná þremur einstaklingum inn á Ólympíuleika, ári fyrir leika, er mjög athyglisvert. Ég man ekki til þess að við höfum náð því. Við höfum verið að ná lágmörkum alltof alltof seint sem hefur þýtt að það hefur ekki verið neinn undirbúningstími. Við vorum alltaf að ná lágmörkunum seinna og seinna í ferlinu og höfðum þannig minni og minni tíma til að aðstoða sundfólkið í því að byggja sig fyrir leikana,“ segir Hörður og bætir við: „Núna erum við í þeirri óvæntu stöðu að við erum með þrjá sundmenn sem munu nota þennan vetur til þess að byggja sig upp og koma síðan vonandi inn á Evrópumótið næsta vor til þess að sýna að þau eigi erindi inn á Ólympíuleika og ná síðan vonandi að blómstra á leikunum,“ segir Hörður og sundheimurinn hefur tekið eftir litla Íslandi á þessu móti.Hvað, Ísland aftur „Við fáum mjög jákvæð viðbrögð og sumir eiga ekki orð að lýsa því hvað þeim finnst þetta hafa verið óvæntur árangur. Ég er að reyna að segja þeim að þetta var ekkert óvænt,“ segir Hörður í léttum tón. „Allar þjóðirnar, hvort sem það eru vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum eða hvaðan af þær eru úr heiminum voru að segja: „Hvað Ísland aftur“ og „Frábært að sjá ykkur stimpla ykkur inn,“ segir Hörður um viðbrögðin. „Það er mjög mikill metnaður hjá okkar sundfólki og hann jókst bara við þennan árangur og þegar þau uppgötvuðu það hvað þau gátu gert þegar þau voru saman. Sundið er mikil einstaklingsíþrótt og það er ekki auðvelt að búa til mikinn hópanda í sundi. Það er hægt og það hefur mörgum tekist það en við höfum ekki endilega verið mjög góð í því fram að þessu,“ segir Hörður. Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur áfram í ham á HM í sundi | Íslandsmet og þriðji besti tíminn Hrafnhildur Lúthersdóttir náði þriðja besta tímanum í undanrásum 200 metra bringusunds á HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi í morgun. 6. ágúst 2015 08:03 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Íslenska metaregnið í Kazan heldur áfram Íslenska sveitin í 4x100 metra fjórsundi kvenna bætti Íslandsmetið í greininni um rúmar tvær sekúndur á HM í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 9. ágúst 2015 09:52 Vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að komast í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitum í 200 metra baksundi á HM í sundi í Kazan í gær. Hún hefur þegar sett fjögur Norðurlandamet í greininni á árinu 2015. 8. ágúst 2015 07:00 Eygló í áttunda sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, lenti í áttunda sæti í úrslitum í 200 metra baksundi. Frábær árangur hjá Eygló. 8. ágúst 2015 16:26 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
„Við höfum verið að strögla að komast inn í milliriðla og í úrslitariðla nánast alla þessa öld. Það að komast fimm sinnum inn í milliriðla og þrisvar í úrslit er langt umfram það sem við væntum,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, um frábæran árangur á HM í sundi sem lauk um síðustu helgi.Þrisvar inn á topp tíu á sama HM Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í úrslit í tveimur greinum og varð fyrsti íslenski sundmaðurinn frá upphafi til að komast inn á topp tíu í þremur greinum á HM í 50 metra laug. Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í úrslit í sinni bestu grein með því að setja tvö Íslands- og Norðurlandamet sama daginn. Bryndís Rán Hansen og Anton Sveinn McKee settu bæði met. „Þetta er það besta sem við höfum gert á heimsmeistaramóti síðan í Fukuoka 2001,“ segir Hörður en Örn Arnarson vann bæði silfur og brons á HM fyrir fjórtán árum. Hörður nefnir sérstaklega þessi ár með bæði Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Erni en þrátt fyrir góða möguleika þá náðu þeir ekki að setja saman eins flott heimsmeistaramót og þær Hrafnhildur og Eygló Ósk gerðu núna.Erfitt að vera eini strákurinn Stelpurnar stálu vissulega sviðsljósinu með frábærum árangri en fulltrúi karlpeningsins var líka að stimpla sig inn. „Það var erfitt fyrir Anton að vera eini strákurinn í hópnum. Það voru sterkari andstæðingar sem hann var að kljást við en hann stóð alveg undir pressunni og tók meðal annars Íslandsmetið sem Jakob Jóhann Sveinsson setti fyrir einhverjum árum síðan. Þetta er hann að gera í miðjum breytingum því hann er að breyta sér úr því að vera langsundsskriðsundsmaður í það að verða bringusundsmaður. Það er líka ákveðið stökk,“ segir Hörður. „Ég held að það hafi ekki gerst,“ segir Hörður aðspurður um það þegar bæði Hrafnhildur og Eygló náðu báðar að bæta sig tvisvar á sama deginum. Eygló setti tvö Norðurlandamet sama daginn og Hrafnhildur bætti Íslandsmetið tvisvar í 200 metra sundinu saman daginn auk þess að jafna Íslandsmet sitt í 50 metra bringusundinu sama daginn og hún hafði sett það. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í en höfum ekki séð fyrr en núna,“ segir Hörður.Bein til að bera mótlæti „Hrafnhildur hefur bein til þess að bera mótlæti og nýtir það sér í vil sem er mjög mikill kostur. Ég sá það líka á þessu móti að þegar allt gekk ekki upp þá bætti Hrafnhildur í frekar en hitt. Það var mikil hvatning fyrir hina í hópnum,“ segir Hörður. „Það að vera búin að ná þremur einstaklingum inn á Ólympíuleika, ári fyrir leika, er mjög athyglisvert. Ég man ekki til þess að við höfum náð því. Við höfum verið að ná lágmörkum alltof alltof seint sem hefur þýtt að það hefur ekki verið neinn undirbúningstími. Við vorum alltaf að ná lágmörkunum seinna og seinna í ferlinu og höfðum þannig minni og minni tíma til að aðstoða sundfólkið í því að byggja sig fyrir leikana,“ segir Hörður og bætir við: „Núna erum við í þeirri óvæntu stöðu að við erum með þrjá sundmenn sem munu nota þennan vetur til þess að byggja sig upp og koma síðan vonandi inn á Evrópumótið næsta vor til þess að sýna að þau eigi erindi inn á Ólympíuleika og ná síðan vonandi að blómstra á leikunum,“ segir Hörður og sundheimurinn hefur tekið eftir litla Íslandi á þessu móti.Hvað, Ísland aftur „Við fáum mjög jákvæð viðbrögð og sumir eiga ekki orð að lýsa því hvað þeim finnst þetta hafa verið óvæntur árangur. Ég er að reyna að segja þeim að þetta var ekkert óvænt,“ segir Hörður í léttum tón. „Allar þjóðirnar, hvort sem það eru vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum eða hvaðan af þær eru úr heiminum voru að segja: „Hvað Ísland aftur“ og „Frábært að sjá ykkur stimpla ykkur inn,“ segir Hörður um viðbrögðin. „Það er mjög mikill metnaður hjá okkar sundfólki og hann jókst bara við þennan árangur og þegar þau uppgötvuðu það hvað þau gátu gert þegar þau voru saman. Sundið er mikil einstaklingsíþrótt og það er ekki auðvelt að búa til mikinn hópanda í sundi. Það er hægt og það hefur mörgum tekist það en við höfum ekki endilega verið mjög góð í því fram að þessu,“ segir Hörður.
Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur áfram í ham á HM í sundi | Íslandsmet og þriðji besti tíminn Hrafnhildur Lúthersdóttir náði þriðja besta tímanum í undanrásum 200 metra bringusunds á HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi í morgun. 6. ágúst 2015 08:03 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Íslenska metaregnið í Kazan heldur áfram Íslenska sveitin í 4x100 metra fjórsundi kvenna bætti Íslandsmetið í greininni um rúmar tvær sekúndur á HM í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 9. ágúst 2015 09:52 Vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að komast í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitum í 200 metra baksundi á HM í sundi í Kazan í gær. Hún hefur þegar sett fjögur Norðurlandamet í greininni á árinu 2015. 8. ágúst 2015 07:00 Eygló í áttunda sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, lenti í áttunda sæti í úrslitum í 200 metra baksundi. Frábær árangur hjá Eygló. 8. ágúst 2015 16:26 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Hrafnhildur áfram í ham á HM í sundi | Íslandsmet og þriðji besti tíminn Hrafnhildur Lúthersdóttir náði þriðja besta tímanum í undanrásum 200 metra bringusunds á HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi í morgun. 6. ágúst 2015 08:03
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Íslenska metaregnið í Kazan heldur áfram Íslenska sveitin í 4x100 metra fjórsundi kvenna bætti Íslandsmetið í greininni um rúmar tvær sekúndur á HM í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 9. ágúst 2015 09:52
Vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að komast í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitum í 200 metra baksundi á HM í sundi í Kazan í gær. Hún hefur þegar sett fjögur Norðurlandamet í greininni á árinu 2015. 8. ágúst 2015 07:00
Eygló í áttunda sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, lenti í áttunda sæti í úrslitum í 200 metra baksundi. Frábær árangur hjá Eygló. 8. ágúst 2015 16:26
Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18
Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10