Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 06:00 Sextán marka maður. Ómar Ingi Magnússon er í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í Rússlandi. Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira