Tölfræðingurinn úr Moneyball kominn í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 13:00 Paul DePodesta. Vísir/Getty NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun. NFL Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun.
NFL Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn