Fimmtungur starfsmanna án samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 06:00 Rúmt ár er síðan að tónlistarkennarar stóðu í verkfallsaðgerðum, en haustið 2014 varði verkfall þeirra í fimm vikur. Vísir/Valli Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA. Verkfall 2016 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA.
Verkfall 2016 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira