Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2016 16:00 Hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá IceWind sem hefur gert samning við bandarískan fjárfesti um fjármögnun fyrirtækisins. Icewind Bandarískur ferðamaður sem ferðaðist hér á landi í sumar hefur fjárfest fyrir tugi milljóna í fyrirtækinu IceWind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Fjármagnið er langþráð að sögn eins forsvarsmanna Icewind sem segir að nú geti þeir unnið í fullri vinnu við fyrirtækið. Fyrirtækið er á bak við stormskýlið sem Vísir hefur fjallað um og verður sett upp fyrir framan Hörpu í næsta mánuði. Stormskýlið er þó bara lítið verkefni ætlað til þess að vekja athygli á vindtúrbínum fyrir sumarbústaði og fjarskiptamöstur og ætlunarverkið virðist sannarlega hafa tekist.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Við fengum símtal frá bandaríska sendiráðinu hér á landi í nóvember og okkur var boðið með á orkuráðstefnuna PowerGen 2015 sem er stærsta orkuráðstefnan í þessum geira og var haldin í Las Vegas,“ segir Sæþór Ásgeirsson, einn forsvarsmanna Icewind. „Viku áður hafði bandarískur fjárfestir haft samband við okkur. Hann var að ferðast hér á landi í sumar og sá græjurnar okkar. Við hittum hann svo í Las Vegas og skrifuðum undir samning við hann.“Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindAllt stopp án bandaríska ferðamannsins Sæþór segir að fjárfestirinn vilji ekki láta nafns síns getið en að samningurinn sé virði tugi milljóna íslenskra króna. Fjármagnið tryggir rekstur fyrirtækisins og nú geta Sæþór og samstarfsmaður hans, Þór Bachmann, starfað við fyrirtæki sitt í fullu starfi en auk þeirra hafa Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson komið að ýmsum verkefnum. Sæþór segir að þetta fjármagn breyti öllu fyrir Icewind. „Við höfum beðið eftir þessu lengi. Án þessa fjármagns værum við bara stopp, það er ekki hægt að reka þetta endalaust á loftinu. Síðan við stofnuðum fyrirtækið 2012 höfum við verið í sambandi við ýmsa aðila um fjárfestingu en það hefur gengið hægt. Svo kemur þessi maður bara inn og klára þetta á þremur vikum.“ Ráðstefnan var haldin í desember og í kjölfarið kom teymi frá sjónvarpstöðinni CBS til þess að fjalla um vindtúrbínur Icewind og segir Sæþór að hjólin séu heldur betur farin að snúast hjá fyrirtækinu eftir ráðstefnuna og umfjöllun CBS sem sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur verið allt á hvolfi síðan þá og pósthólfið okkar er fullt af fyrirspurnum frá fjárfestum, endursöluaðilum og kúnnum. Það breyttist bara allt á þessum eina mánuði,“ segir Sæþór. Strákarnir stefna á erlendan markað á næsta ári en í augnablikinu vinna þeir hörðum höndum að stormskýlinu sem Vísir hefur fjallað um. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda. Stefnt er að því að það verði tekið í gagnið þann 1. febrúar næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ferðaðist hér á landi í sumar hefur fjárfest fyrir tugi milljóna í fyrirtækinu IceWind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Fjármagnið er langþráð að sögn eins forsvarsmanna Icewind sem segir að nú geti þeir unnið í fullri vinnu við fyrirtækið. Fyrirtækið er á bak við stormskýlið sem Vísir hefur fjallað um og verður sett upp fyrir framan Hörpu í næsta mánuði. Stormskýlið er þó bara lítið verkefni ætlað til þess að vekja athygli á vindtúrbínum fyrir sumarbústaði og fjarskiptamöstur og ætlunarverkið virðist sannarlega hafa tekist.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Við fengum símtal frá bandaríska sendiráðinu hér á landi í nóvember og okkur var boðið með á orkuráðstefnuna PowerGen 2015 sem er stærsta orkuráðstefnan í þessum geira og var haldin í Las Vegas,“ segir Sæþór Ásgeirsson, einn forsvarsmanna Icewind. „Viku áður hafði bandarískur fjárfestir haft samband við okkur. Hann var að ferðast hér á landi í sumar og sá græjurnar okkar. Við hittum hann svo í Las Vegas og skrifuðum undir samning við hann.“Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindAllt stopp án bandaríska ferðamannsins Sæþór segir að fjárfestirinn vilji ekki láta nafns síns getið en að samningurinn sé virði tugi milljóna íslenskra króna. Fjármagnið tryggir rekstur fyrirtækisins og nú geta Sæþór og samstarfsmaður hans, Þór Bachmann, starfað við fyrirtæki sitt í fullu starfi en auk þeirra hafa Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson komið að ýmsum verkefnum. Sæþór segir að þetta fjármagn breyti öllu fyrir Icewind. „Við höfum beðið eftir þessu lengi. Án þessa fjármagns værum við bara stopp, það er ekki hægt að reka þetta endalaust á loftinu. Síðan við stofnuðum fyrirtækið 2012 höfum við verið í sambandi við ýmsa aðila um fjárfestingu en það hefur gengið hægt. Svo kemur þessi maður bara inn og klára þetta á þremur vikum.“ Ráðstefnan var haldin í desember og í kjölfarið kom teymi frá sjónvarpstöðinni CBS til þess að fjalla um vindtúrbínur Icewind og segir Sæþór að hjólin séu heldur betur farin að snúast hjá fyrirtækinu eftir ráðstefnuna og umfjöllun CBS sem sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur verið allt á hvolfi síðan þá og pósthólfið okkar er fullt af fyrirspurnum frá fjárfestum, endursöluaðilum og kúnnum. Það breyttist bara allt á þessum eina mánuði,“ segir Sæþór. Strákarnir stefna á erlendan markað á næsta ári en í augnablikinu vinna þeir hörðum höndum að stormskýlinu sem Vísir hefur fjallað um. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda. Stefnt er að því að það verði tekið í gagnið þann 1. febrúar næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00
Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57