Sú staða er komin upp í B-riðli að öll lið riðilsins eiga möguleika á að vinna hann og jafnframt að falla úr leik. Það er því gríðarlega mikil spenna fyrir lokaleiki riðilsins sem báðir fara fram í Katowice í dag.
Þrjú lið af fjórum fara áfram í milliriðlakeppnina og taka með sér stigin sem liðin unnu í leikjum gegn hinum liðunum sem komust einnig áfram. Sem sagt, árangurinn gegn þeirri þjóð sem endar í neðsta sæti riðilsins þurrkast út.
Sjá einnig: Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi
Fyrsta markmið Íslands er einfaldlega að komast áfram í milliriðlakeppnina. En til þess að eiga möguleika á að ná nógu góðum árangri til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna þarf liðið helst að fá minnst tvö með sér upp úr riðlinum – helst fleiri til að eiga raunhæfan möguleika á sæti í undanúrslitum.
Sjá einnig: Óli Stef: Langar stundum að vera með
Ef Ísland kemst áfram fara strákarnir okkar næst til Kraká þar sem andstæðingar þeirra verða þau þrjú lið sem fara áfram úr A-riðli (Frakkland, Pólland, Makedónía og Serbía). Efstu tvö liðin úr milliriðlinum fara svo í undanúrslit en einnig er spilað um fimmta og sjöunda sætið á mótinu.
Sjá einnig: Breytt lið hjá Króatíu en mennirnir sem skora mörkin eru með
Hér til hliðar má sjá hvaða þýðingu úrslit leikjanna í dag hafa fyrir Ísland.
Allir möguleikarnir í riðli Íslands
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn