Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. vísir/gva Meirihluti sjómanna í Verkalýðsfélagi Akraness samþykkti fyrir helgi að hefja undirbúning verkfallsaðgerða, eða tæp 82 prósent. Unnið er að sambærilegum könnunum vítt og breitt um landið til að kanna afstöðu sjómanna til hvaða aðgerða á að grípa.Kröfur SFS ósvífnar Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir flest benda til þess að önnur félög samþykki að grípa til aðgerða. Ekkert hafi miðað í samningaviðræðunum, enda séu kröfur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), með öllu óraunhæfar. „Það var fundað síðast 4. desember þegar það slitnaði upp úr viðræðunum. Þeir [SFS] hafa sagt nei við öllum okkar kröfum. Kröfur þeirra á hendur sjómönnum eru svo háar að það er í raun algjör ósvífni,“ segir Konráð, en Sjómannafélagið samþykkti á dögunum með rúmlega 90 prósent atkvæða að hefja undirbúningsaðgerðir. Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Þeirra helstu kröfur snúa meðal annars að verðlagsmálum á sjávarafurðum, mönnunarmálum um borð - en margir sjómenn telja öryggi og velferð þeirra ógnað vegna fækkunar um borð í uppsjávarskipum, og leiðréttingu vegna afnáms sjómannaafsláttar sem tekinn var af sjómönnum.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞolinmæðin á þrotum Konráð segir að um sé að ræða eðlilegar kröfur. Útgerðarmenn hins vegar neiti að ræða þær. Þolinmæði sjómanna sé því á þrotum. „Við erum að detta yfir fimm árin án kjarasamnings. Menn eru orðnir þreyttir á því enda er orðið svo langt síðan við höfum fengið viðræður um okkar kjarasamning að núna þarf bara eitthvað að gerast, það er bráðnauðsynlegt,“ segir hann. Niðurstaða um hvort undirbúa eigi verkfallsaðgerðir ætti að liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. Konráð segist telja líklegt að niðurstöður verði afgerandi. Fari svo, og takist ekki samningar, muni verkfall að öllum líkindum skella á í apríl/maí. „Ég ætla að vona að guð gefi það að við þurfum ekki að fara í verkfall. En þessu verður fylgt eftir af fullri hörku til enda ef ekki semst, sem ég ætla að vona að okkur takist. Ég vona að við náum að gera samning og koma honum í atkvæðagreiðslu til sjómanna áður en af því verður.“Sjá einnig: Útgerðarmenn segja til greina koma að slá af kröfum sínumSextán ár frá síðasta verkfalli Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Konráð segist ekki farinn að hugsa út í það hvort lög verði sett á hugsanlegt verkfall. Hins vegar sé ljóst að það muni hafa umtalsverð áhrif. „Þetta er það sem við lifum á, fiskveiðarnar. Þannig að það er klárt mál að verkfall er neyðarbrauð og skapar yfirleitt öllum tjón. En þegar atvinnurekendur koma fram með þessum hætti, sem þeir hafa sýnt sjómönnum, þá er ekkert annað úrræði eftir. Við höfum sýnt mikla þolinmæði í þessu öllu saman, enda komið á sjötta ár, þannig að það hefur ekki verið skortur á þolinmæði hjá okkur. En þeir hafa sagt nei við öllum okkar óskum um breytingu á kjarasamningi og sagst ekki ræða við okkur fyrr en við séum tilbúin til að ræða þeirra kröfur um lækkun launa sjómanna um 25-30 þúsund milljónir. Eðli máls samkvæmt ljáum við ekki máls á því.“ Í umræddum skoðanakönnunum eru sjómenn spurðir að því hvort þeir vilji óbreytt ástand, það er samninga lausa áfram, að semja um hækkun kauptryggingar, launaliða og þrjú önnur atriði, eða undirbúa verkfallsaðgerðir. Í könnun Verkalýðsfélags Akraness sögðust 81,8 prósent vilja hefja undirbúning verkfallsaðgerða og 18,2 prósent vildu semja um hækkun kauptryggingar og launaliða. Enginn vildi óbreytt ástand. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Harmar að hafa sagt sjómanni að „skíta í píkuna á sér“ Formaður Sjómannasambands Íslands segist ekki hafa átt að tjá sig með þessum hætti í nafni sambandsins. 30. desember 2015 10:18 Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Meirihluti sjómanna í Verkalýðsfélagi Akraness samþykkti fyrir helgi að hefja undirbúning verkfallsaðgerða, eða tæp 82 prósent. Unnið er að sambærilegum könnunum vítt og breitt um landið til að kanna afstöðu sjómanna til hvaða aðgerða á að grípa.Kröfur SFS ósvífnar Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir flest benda til þess að önnur félög samþykki að grípa til aðgerða. Ekkert hafi miðað í samningaviðræðunum, enda séu kröfur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), með öllu óraunhæfar. „Það var fundað síðast 4. desember þegar það slitnaði upp úr viðræðunum. Þeir [SFS] hafa sagt nei við öllum okkar kröfum. Kröfur þeirra á hendur sjómönnum eru svo háar að það er í raun algjör ósvífni,“ segir Konráð, en Sjómannafélagið samþykkti á dögunum með rúmlega 90 prósent atkvæða að hefja undirbúningsaðgerðir. Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Þeirra helstu kröfur snúa meðal annars að verðlagsmálum á sjávarafurðum, mönnunarmálum um borð - en margir sjómenn telja öryggi og velferð þeirra ógnað vegna fækkunar um borð í uppsjávarskipum, og leiðréttingu vegna afnáms sjómannaafsláttar sem tekinn var af sjómönnum.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞolinmæðin á þrotum Konráð segir að um sé að ræða eðlilegar kröfur. Útgerðarmenn hins vegar neiti að ræða þær. Þolinmæði sjómanna sé því á þrotum. „Við erum að detta yfir fimm árin án kjarasamnings. Menn eru orðnir þreyttir á því enda er orðið svo langt síðan við höfum fengið viðræður um okkar kjarasamning að núna þarf bara eitthvað að gerast, það er bráðnauðsynlegt,“ segir hann. Niðurstaða um hvort undirbúa eigi verkfallsaðgerðir ætti að liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. Konráð segist telja líklegt að niðurstöður verði afgerandi. Fari svo, og takist ekki samningar, muni verkfall að öllum líkindum skella á í apríl/maí. „Ég ætla að vona að guð gefi það að við þurfum ekki að fara í verkfall. En þessu verður fylgt eftir af fullri hörku til enda ef ekki semst, sem ég ætla að vona að okkur takist. Ég vona að við náum að gera samning og koma honum í atkvæðagreiðslu til sjómanna áður en af því verður.“Sjá einnig: Útgerðarmenn segja til greina koma að slá af kröfum sínumSextán ár frá síðasta verkfalli Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Konráð segist ekki farinn að hugsa út í það hvort lög verði sett á hugsanlegt verkfall. Hins vegar sé ljóst að það muni hafa umtalsverð áhrif. „Þetta er það sem við lifum á, fiskveiðarnar. Þannig að það er klárt mál að verkfall er neyðarbrauð og skapar yfirleitt öllum tjón. En þegar atvinnurekendur koma fram með þessum hætti, sem þeir hafa sýnt sjómönnum, þá er ekkert annað úrræði eftir. Við höfum sýnt mikla þolinmæði í þessu öllu saman, enda komið á sjötta ár, þannig að það hefur ekki verið skortur á þolinmæði hjá okkur. En þeir hafa sagt nei við öllum okkar óskum um breytingu á kjarasamningi og sagst ekki ræða við okkur fyrr en við séum tilbúin til að ræða þeirra kröfur um lækkun launa sjómanna um 25-30 þúsund milljónir. Eðli máls samkvæmt ljáum við ekki máls á því.“ Í umræddum skoðanakönnunum eru sjómenn spurðir að því hvort þeir vilji óbreytt ástand, það er samninga lausa áfram, að semja um hækkun kauptryggingar, launaliða og þrjú önnur atriði, eða undirbúa verkfallsaðgerðir. Í könnun Verkalýðsfélags Akraness sögðust 81,8 prósent vilja hefja undirbúning verkfallsaðgerða og 18,2 prósent vildu semja um hækkun kauptryggingar og launaliða. Enginn vildi óbreytt ástand.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Harmar að hafa sagt sjómanni að „skíta í píkuna á sér“ Formaður Sjómannasambands Íslands segist ekki hafa átt að tjá sig með þessum hætti í nafni sambandsins. 30. desember 2015 10:18 Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Harmar að hafa sagt sjómanni að „skíta í píkuna á sér“ Formaður Sjómannasambands Íslands segist ekki hafa átt að tjá sig með þessum hætti í nafni sambandsins. 30. desember 2015 10:18
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58
Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent