Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2016 12:00 Haraldur Johannessen (t.v.) segir að Jóni H.B. Snorrasyni og Friðriki Smára Björgvinssyni sé ekki stætt að neita fjölmiðlum um svör hvernig mál lögreglufulltrúans var rannsakað. Vísir Fyrrverandi lögreglustjóra og öðrum yfirmönnum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er skylt að greina fjölmiðlum frá því hvað þeir gerðu í kjölfar þess að Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu á árunum 2007-2014, skilaði til þeirra greinargerð árið 2011 vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa og náins samstarfsmanns Karls Steinars í fíkniefnadeild. Þetta segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við fréttastofu. Hann hafi fyrst heyrt af málinu í fyrra. Umræddur lögreglufulltrúi var lykilmaður í upplýsingadeild lögreglu og gegndi þar yfirmannsstöðu. Í tíð Karls Steinars varð hann svo einnig að yfirmanni í fíkniefnadeild og var því báðum megin borðsins sem er fyrirkomulag sem er forðast og þekkist raunar ekki í nágrannalöndum okkar. Yfirmaður í dönsku lögreglunni segir fyrirkomulagið gagnrýnisvert. Þannig hefur sami aðili aðgang að öllum upplýsingum, mjög viðkvæmum og leynilegum upplýsingum, sem rata inn á borð lögreglu í fullum trúnaði. Á sama tíma fer hann með ákvörðunarvald á því hvaða mál eru tekin til rannsóknar og hvaða mál eru látin eiga sig. Starfshættir lögreglufulltrúans eru nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að ásakanir væru rangar Fyrir rúmum fjórum árum fullyrti hins vegar Karl Steinar að rannsókn hefði farið fram á ásökunum. Þær væru ekki á rökum reistar. Sú rannsókn virðist þó aldrei hafa farið fram. Karl Steinar sagði í samtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að hann hefði framkvæmt athugun á ásökununum og tekið saman greinargerð. Henni hefði hann skilað til yfirmanna sinna, Friðriks Smára og Jóns H.B., en hann væri ekki meðvitaður um hvað hefði gerst í framhaldinu. Þá sagðist hann ekki muna nákvæmlega orðalag sitt á fundinum með starfsmönnum sínum en mundi þó eftir fundinum og lýsti sér sem þokkalega minnugum manni. Vísir spurði Friðrik Smára og Jón H.B. út í greinargerðina í upphafi vikunnar en svörin voru á þá leið að þeir myndu ekkert tjá sig um málið. Þeir vildu ekki einu sinni staðfesta tilvist greinargerðarinnar. Því er fullkomlega óljóst hvað þeir gerðu við greinargerð Karls Steinars. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók þá ákvörðun að færa lögreglufulltrúann úr starfi innan fíkniefnadeildar eftir að níu samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir honum.vísir/ernir Eiga að upplýsa fjölmiðla um málið Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og aðra yfirmenn hjá LRH hins vegar skylt að upplýsa fjölmiðla um hvernig tekið var á málinu árið 2011. „ Fyrrverandi lögreglustjóri og aðrir yfirmenn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu geta og eiga að upplýsa fjölmiðla um hvernig þeir tóku á málinu.“ Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi Vísis af málinu lýstu níu samstarfsmenn lögreglufulltrúans innan fíkniefnadeildar áhyggjum sínum af stöðu mála við Friðrik Smára, yfirmann þeirra, síðastliðið vor. Fengu þeir engin viðbrögð frá honum sem varð til þess að þeir fóru með málið lengra. Eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk athugasemdirnar á borð til sín var ákveðið að færa fulltrúann úr starfi sínu og til starfa við kynferðisbrotadeild. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri, segist ekki vera í aðstöðu til að tjá sig um málið. Ásakanir fyrst á borð ríkislögreglustjóra í fyrra Haraldur segir við fréttastofu að ríkislögreglustjóri hafi fyrst fengið upplýsingar um athugasemdir í garð lögreglufulltrúans í fyrra, árið 2015. Rétt er að taka fram að núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn hafa gert athugasemdir við hans störf um árabil. Haraldur segir athugasemdirnar hafa borist þegar fyrrnefndir lögreglumenn frá LRH leituðu til ríkislögreglustjóra. „Í framhaldinu var núverandi lögreglustjóri upplýstur um frásagnir lögreglumannanna,“ segir Haraldur. Í framhaldinu hafi ríkissaksóknara verið sent erindi um málið og sé það upphaf þeirrar rannsóknar sem nú er í gangi hjá héraðssaksóknara. Stefán Eiríksson sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera í aðstöðu til að ræða málið. Réttast væri að ræða við Friðrik Smára og Jón H.B., þá sem Karl Steinar sagðist hafa afhent greinargerðina. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Friðriki Smára og Jóni H.B. í vikunni en ítrekaði fyrirspurn sína í morgun, þá sömu og þeir neituðu að svara í byrjun vikunnar. Henni hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Fyrrverandi lögreglustjóra og öðrum yfirmönnum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er skylt að greina fjölmiðlum frá því hvað þeir gerðu í kjölfar þess að Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu á árunum 2007-2014, skilaði til þeirra greinargerð árið 2011 vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa og náins samstarfsmanns Karls Steinars í fíkniefnadeild. Þetta segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við fréttastofu. Hann hafi fyrst heyrt af málinu í fyrra. Umræddur lögreglufulltrúi var lykilmaður í upplýsingadeild lögreglu og gegndi þar yfirmannsstöðu. Í tíð Karls Steinars varð hann svo einnig að yfirmanni í fíkniefnadeild og var því báðum megin borðsins sem er fyrirkomulag sem er forðast og þekkist raunar ekki í nágrannalöndum okkar. Yfirmaður í dönsku lögreglunni segir fyrirkomulagið gagnrýnisvert. Þannig hefur sami aðili aðgang að öllum upplýsingum, mjög viðkvæmum og leynilegum upplýsingum, sem rata inn á borð lögreglu í fullum trúnaði. Á sama tíma fer hann með ákvörðunarvald á því hvaða mál eru tekin til rannsóknar og hvaða mál eru látin eiga sig. Starfshættir lögreglufulltrúans eru nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að ásakanir væru rangar Fyrir rúmum fjórum árum fullyrti hins vegar Karl Steinar að rannsókn hefði farið fram á ásökunum. Þær væru ekki á rökum reistar. Sú rannsókn virðist þó aldrei hafa farið fram. Karl Steinar sagði í samtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að hann hefði framkvæmt athugun á ásökununum og tekið saman greinargerð. Henni hefði hann skilað til yfirmanna sinna, Friðriks Smára og Jóns H.B., en hann væri ekki meðvitaður um hvað hefði gerst í framhaldinu. Þá sagðist hann ekki muna nákvæmlega orðalag sitt á fundinum með starfsmönnum sínum en mundi þó eftir fundinum og lýsti sér sem þokkalega minnugum manni. Vísir spurði Friðrik Smára og Jón H.B. út í greinargerðina í upphafi vikunnar en svörin voru á þá leið að þeir myndu ekkert tjá sig um málið. Þeir vildu ekki einu sinni staðfesta tilvist greinargerðarinnar. Því er fullkomlega óljóst hvað þeir gerðu við greinargerð Karls Steinars. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók þá ákvörðun að færa lögreglufulltrúann úr starfi innan fíkniefnadeildar eftir að níu samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir honum.vísir/ernir Eiga að upplýsa fjölmiðla um málið Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og aðra yfirmenn hjá LRH hins vegar skylt að upplýsa fjölmiðla um hvernig tekið var á málinu árið 2011. „ Fyrrverandi lögreglustjóri og aðrir yfirmenn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu geta og eiga að upplýsa fjölmiðla um hvernig þeir tóku á málinu.“ Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi Vísis af málinu lýstu níu samstarfsmenn lögreglufulltrúans innan fíkniefnadeildar áhyggjum sínum af stöðu mála við Friðrik Smára, yfirmann þeirra, síðastliðið vor. Fengu þeir engin viðbrögð frá honum sem varð til þess að þeir fóru með málið lengra. Eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk athugasemdirnar á borð til sín var ákveðið að færa fulltrúann úr starfi sínu og til starfa við kynferðisbrotadeild. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri, segist ekki vera í aðstöðu til að tjá sig um málið. Ásakanir fyrst á borð ríkislögreglustjóra í fyrra Haraldur segir við fréttastofu að ríkislögreglustjóri hafi fyrst fengið upplýsingar um athugasemdir í garð lögreglufulltrúans í fyrra, árið 2015. Rétt er að taka fram að núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn hafa gert athugasemdir við hans störf um árabil. Haraldur segir athugasemdirnar hafa borist þegar fyrrnefndir lögreglumenn frá LRH leituðu til ríkislögreglustjóra. „Í framhaldinu var núverandi lögreglustjóri upplýstur um frásagnir lögreglumannanna,“ segir Haraldur. Í framhaldinu hafi ríkissaksóknara verið sent erindi um málið og sé það upphaf þeirrar rannsóknar sem nú er í gangi hjá héraðssaksóknara. Stefán Eiríksson sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera í aðstöðu til að ræða málið. Réttast væri að ræða við Friðrik Smára og Jón H.B., þá sem Karl Steinar sagðist hafa afhent greinargerðina. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Friðriki Smára og Jóni H.B. í vikunni en ítrekaði fyrirspurn sína í morgun, þá sömu og þeir neituðu að svara í byrjun vikunnar. Henni hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00