Körfubolti

KR fer til Grindavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
KR-ingar fara til Grindavíkur.
KR-ingar fara til Grindavíkur. Vísir
Íslandsmeistarar KR mæta Grindavík á útivelli í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni karla í körfubolta en dregið var í hádeginu í dag.

8-liða úrslitum karla lýkur með viðureign Njarðvíkur-B og Keflavíkur í Ljónagryfjunni klukkan 19.15 í kvöld. Sigurvegari þess leiks mætir Þór í Þorlákshöfn.

KR er í öðru sæti Domino's-deildar karla með átján stig, tveimur á eftir toppliði Keflavíkur. Grindavík, sem sló bikarmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitunum, er í níunda sætinu með átta stig.

Tveir heimaleikir hjá Grindavík

Bikarmeistarar Grindavíkur, sem sló topplið Hauka úr leik í 8-liða úrslitunum, fékk einnig heimaleik og mætir Stjörnunni í undanúrslitunum í kvennaflokki. Grindavík er í fjórða sæti deildarinnar en Stjarnan því sjötta.

Íslandsmeistarar Snæfells fengu hörkuleik á útivelli gegn Keflavík sem er komið með nýjan þjálfara, Sverri Sverisson, eftir að Margréti Sturlaugsdóttur var sagt upp störfum á dögunum.

Snæfellingar eru í öðru sæti Domino's-deildar kvenna en Keflavík því þriðja.

Undanúrslitaleikirnir fara fram dagana 23.-25. janúar.

Undanúrslit karla:

Grindavík - KR

Þór Þorlákshöfn - Njarðvík-B/Keflavík

Undanúrslit kvenna:

Grindavík - Stjarnan

Keflavík - Snæfell




Fleiri fréttir

Sjá meira


×