Menntamálaráðherra vill ekki að Alþingi úthluti listamannalaunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 20:00 Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan. Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.
Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
„Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47