"Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2016 17:47 Ásmundur vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. vísir/pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir tíma til kominn að endurskoða þær reglur sem gilda um úthlutun listamannalauna. Hann lýsir þungum áhyggjum af þróun úthlutunarinnar undanfarin ár og leggur til að Alþingi fái úthlutunarvaldið. Listamenn og samtök þeirra hafi með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun listamannalauna. „Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn Rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða? Þannig hefur það verið jafnvel árum saman. Er eitthvað eðlilegt við það?,“ sagði hann á Alþingi í dag. „Er það að sama skapi eðlilegt að Listaháskólinn skipi fulltrúa í úthlutunarnefnd og ár eftir ár eru kennarar skólans á listamannalaunum. Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum. Eigum við ekki að breyta því saman, er ekki kominn tími til þess?“Þjóðin á rétt á opinberum rökstuðningi Ásmundur sagði listamenn verða að þola þegar rætt sé um þeirra mál, sem séu í algjörum molum. Ekki sé boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipi sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir. Hann furðaði sig á því að rökstuðningur um úthlutun launanna sé ekki gerður opinber. „Dæmi hafa verið nefnd í umræðunni af rithöfundi sem hefur þegið listamannalaun síðastliðin níu ár hafi skilað litlu meira en einum bókatitli á þeim tíma. Þá hefur stjórnarformaður listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, lýst því yfir opinberlega að listamannalaun séu verkefnatengd laun sem nefndin þarf að rökstyðja en ekki opinberlega. Er ekki rétt að umsóknir listamanna og afrakstur styrkja þeirra verði gerður opinber svo ekkert fari á milli mála fyrir hvað styrkurinn stendur? Þjóðin á rétt á því.“Klíkuskap beitt Hann sagði óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalauna til listamanna, sem síðar, líkt og dæmi sanni „beita klíkuskap og ógagnsæjum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn“. Listamenn í þessu skjóli dafni við lítil afköst, skili litlu en séu samt á launum saman. „Það getur ekki verið hugsun laganna að slíkt sé látið viðgangast. Listamenn og samtök þeirra hafa með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun launanna. Þá eru listamenn sem halda því fram að hreinar pólitískar ástæður séu fyrir því að sömu listamönnum er haldið frá úthlutun listamannalauna árum og áratugum saman eins og dæmin sanna,“ sagði Ásmundur. Hann lagði til að tekjutengja úthlutun listamannalauna, þannig að þeir listamenn sem búa við góða afkomu af list sinni fái annars konar viðurkenningu frá þjóðinni. Þá telur hann rétt að sjónum verði í meiri mæli beint til ungra og efnilegra listamanna sem ekki hafi sterkt fjárhagslegt bakland og nýkomnir úr námi, sem og að tengja listamannalaun meira við ákveðin verkefni.Fundar með stjórn listamannalauna Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þakkaði Ásmundi fyrir umræðuna og sagði ekki vanþörf á því að ræða listamannalaunin. Hann hyggst funda með stjórn listamannalauna á næstunni. „Ég hef nú þegar átt samtal við formann stjórnarinnar og ég hyggst, þegar tími gefst, að eiga fund með stjórninni. Ég hef áður fundað með stjórninni, stjórn listamannalauna, en sé ástæðu til þess í ljósi þessarar umræðu að eiga fund við fyrsta tækifæri,“ sagði Illugi. Listamannalaun Tengdar fréttir Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47 Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00 Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir tíma til kominn að endurskoða þær reglur sem gilda um úthlutun listamannalauna. Hann lýsir þungum áhyggjum af þróun úthlutunarinnar undanfarin ár og leggur til að Alþingi fái úthlutunarvaldið. Listamenn og samtök þeirra hafi með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun listamannalauna. „Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn Rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða? Þannig hefur það verið jafnvel árum saman. Er eitthvað eðlilegt við það?,“ sagði hann á Alþingi í dag. „Er það að sama skapi eðlilegt að Listaháskólinn skipi fulltrúa í úthlutunarnefnd og ár eftir ár eru kennarar skólans á listamannalaunum. Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum. Eigum við ekki að breyta því saman, er ekki kominn tími til þess?“Þjóðin á rétt á opinberum rökstuðningi Ásmundur sagði listamenn verða að þola þegar rætt sé um þeirra mál, sem séu í algjörum molum. Ekki sé boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipi sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir. Hann furðaði sig á því að rökstuðningur um úthlutun launanna sé ekki gerður opinber. „Dæmi hafa verið nefnd í umræðunni af rithöfundi sem hefur þegið listamannalaun síðastliðin níu ár hafi skilað litlu meira en einum bókatitli á þeim tíma. Þá hefur stjórnarformaður listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, lýst því yfir opinberlega að listamannalaun séu verkefnatengd laun sem nefndin þarf að rökstyðja en ekki opinberlega. Er ekki rétt að umsóknir listamanna og afrakstur styrkja þeirra verði gerður opinber svo ekkert fari á milli mála fyrir hvað styrkurinn stendur? Þjóðin á rétt á því.“Klíkuskap beitt Hann sagði óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalauna til listamanna, sem síðar, líkt og dæmi sanni „beita klíkuskap og ógagnsæjum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn“. Listamenn í þessu skjóli dafni við lítil afköst, skili litlu en séu samt á launum saman. „Það getur ekki verið hugsun laganna að slíkt sé látið viðgangast. Listamenn og samtök þeirra hafa með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun launanna. Þá eru listamenn sem halda því fram að hreinar pólitískar ástæður séu fyrir því að sömu listamönnum er haldið frá úthlutun listamannalauna árum og áratugum saman eins og dæmin sanna,“ sagði Ásmundur. Hann lagði til að tekjutengja úthlutun listamannalauna, þannig að þeir listamenn sem búa við góða afkomu af list sinni fái annars konar viðurkenningu frá þjóðinni. Þá telur hann rétt að sjónum verði í meiri mæli beint til ungra og efnilegra listamanna sem ekki hafi sterkt fjárhagslegt bakland og nýkomnir úr námi, sem og að tengja listamannalaun meira við ákveðin verkefni.Fundar með stjórn listamannalauna Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þakkaði Ásmundi fyrir umræðuna og sagði ekki vanþörf á því að ræða listamannalaunin. Hann hyggst funda með stjórn listamannalauna á næstunni. „Ég hef nú þegar átt samtal við formann stjórnarinnar og ég hyggst, þegar tími gefst, að eiga fund með stjórninni. Ég hef áður fundað með stjórninni, stjórn listamannalauna, en sé ástæðu til þess í ljósi þessarar umræðu að eiga fund við fyrsta tækifæri,“ sagði Illugi.
Listamannalaun Tengdar fréttir Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47 Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00 Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21
Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47
Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00
Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03
Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11