Sjáðu stjórnarskrártillögurnar: Tekist á um þjóðaratkvæðagreiðslur og málskotsrétt forsetans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 13:42 Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um, samkvæmt tillögunum. Vísir Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni: Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni:
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45
Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30
Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03