Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:26 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Stjórnmálavísir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira