Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 11:11 Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34