Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:47 Vísir/Vilhelm Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka. Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent