
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan

Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í B-riðli, fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Strákarnir okkar fengu á sig samtals 76 mörk í þessum tveimur leikjum.
Sjá einnig: Björgvin Páll: Sorry
HBStatz.is er ný tölfræðiveita fyrir handbolta og þar má sjá hvernig varnarleikurinn hrynur hjá íslenska liðinu eftir sigurinn á Noregi í fyrsta leiknum.
Það er sérstaklega áberandi þegar þátturinn „Legal stops“ er skoðaður. Leikmaður fær skráð á sig „löglegt stopp“ þegar honum tekst að stöðva sóknarmann andstæðings án þess að fá dæmt á sig víti, brottvísun eða gult spjald.
Varnarmenn Íslands voru með 29 slíkar stöðvanir í leiknum gegn Noregi. En aðeins níu gegn Hvíta-Rússlandi og sjö gegn Króatíu.
Andstæðingar Íslands voru mjög stöðugir í þessum þætti í leikjunum á EM og voru allir með á bilinu 25-27 stöðvanir.
Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar
Markvarslan fer einnig minnkandi eftir því sem líður á mótið en hrunið er langt í frá jafn mikið. Þar að auki er ekki svo mikill munur á markvörslu íslenska liðsins og andstæðingsins í hvert sinn.
Tapaðir boltar hafa verið vandamál hjá íslenska liðinu en Ísland tapaði til að mynda færri boltum en Hvíta-Rússland í leik liðanna, sem Hvít-Rússar unnu. Munurinn var meiri í leiknum gegn Króatíu enda mikið sem fór úrskeðis í þeim leik.
Hér fyrir neðan má sjá samantektir á þessum tölfræðiþáttum hjá HBStatz.is.
Legal stops:
Gegn Noregi: 29
Gegn Hvíta-Rússlandi: 9
Gegn Króatíu: 7
Legal stops:
Noregur gegn Íslandi: 27
Hvíta-Rússland gegn Íslandi: 25
Króatía gegn Íslandi: 26
Markvarslan:
Ísland - Noregur: 12-6
Ísland - Hvíta-Rússland: 11-11
Ísland - Króatía: 9-14
Tapaðir boltar:
Ísland - Noregur: 8-5
Ísland - Hvíta-Rússland: 10-11
Ísland - Króatía: 16-9
Tengdar fréttir

Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám
Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands.

Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra.

Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar
Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru.

Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa
Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins.

Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót
Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar.