Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2016 17:33 Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Vísir/Ernir Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31
Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32