Engu að síður fara stærstu stjörnur Bandaríkjanna reglulega í Disneyland eftir titil og fá þá skrúðgöngu í skemmtigarðinum.
Þó svo Peyton Manning, leikstjórnandi Super Bowl-meistara Denver Broncos, hafi ætlað að drekka marga Budweiser á sunnudag þá var hann mættur í Disneyland á mánudeginum.
Að sjálfsögðu fékk hann heiðurskrúðgöngu með Mikka og Mínu mús. Hann tók tvíburana sína, Mosley og Marshall, með sér en tvíbbarnir eru fjögurra ára gamlir.

