Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2016 14:49 Þórarinn hafði ekki heyrt um gataskeiðarnar en hefur nákvæmlega ekkert út á þær að setja. Vísir „Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi um gataskeiðina „Skeiðin hans afa“ sem hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur haft skeiðarnar til sölu um nokkuð skeið. María Krista Hreiðarsdóttir er í forsvari fyrir Krista design en um er að ræða skeiðar sem keyptar eru í IKEA; í þær boruð göt og þær settar í glæsilega gjafapakkningu. Þær má til dæmis nota sem skeiðar fyrir feta-ost, gular og grænar baunir eða þess lags matvöru þar sem gæti hentað að losa vökvann frá.Notast við hugmynd afa María Krista sagði í frétt Vísi í morgun að hugmyndin að baki hönnuninni komi frá útfærslu afa hennar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmur hennar. Hann boraði þær út fyrir annan tilgang. „Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“ Þórarinn hafði ekki heyrt af gataskeiðunum fyrr en hann las fréttir um þær í dag. Hann segir fólk geta deilt um hvort um hönnun sé að ræða eða ekki. Honum finnist hins vegar alls ekki um nokkur svik að ræða og langt í frá eina dæmi þess að vörur frá IKEA séu notaðar og teknar skrefinu lengra.„Live and let live“ Nefnir framkvæmdastjórinn sem dæmi að fólk hafi keypt kerti sem svo eru skreytt og einnig fjárfest í stálausum, beygt þær og notað sem kertastjaka á vegg. „Við höfum ekkert út á þetta að setja. Mér finnst þetta ofsalega flott,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að einhvers staðar verði fólk að geta keypt skeiðar og þetta sé merki um gott hugvit þar sem enginn tapi. „Live and let live,“ segir Þórarinn. Höfundaréttur IKEA Tengdar fréttir „Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15 Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi um gataskeiðina „Skeiðin hans afa“ sem hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur haft skeiðarnar til sölu um nokkuð skeið. María Krista Hreiðarsdóttir er í forsvari fyrir Krista design en um er að ræða skeiðar sem keyptar eru í IKEA; í þær boruð göt og þær settar í glæsilega gjafapakkningu. Þær má til dæmis nota sem skeiðar fyrir feta-ost, gular og grænar baunir eða þess lags matvöru þar sem gæti hentað að losa vökvann frá.Notast við hugmynd afa María Krista sagði í frétt Vísi í morgun að hugmyndin að baki hönnuninni komi frá útfærslu afa hennar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmur hennar. Hann boraði þær út fyrir annan tilgang. „Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“ Þórarinn hafði ekki heyrt af gataskeiðunum fyrr en hann las fréttir um þær í dag. Hann segir fólk geta deilt um hvort um hönnun sé að ræða eða ekki. Honum finnist hins vegar alls ekki um nokkur svik að ræða og langt í frá eina dæmi þess að vörur frá IKEA séu notaðar og teknar skrefinu lengra.„Live and let live“ Nefnir framkvæmdastjórinn sem dæmi að fólk hafi keypt kerti sem svo eru skreytt og einnig fjárfest í stálausum, beygt þær og notað sem kertastjaka á vegg. „Við höfum ekkert út á þetta að setja. Mér finnst þetta ofsalega flott,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að einhvers staðar verði fólk að geta keypt skeiðar og þetta sé merki um gott hugvit þar sem enginn tapi. „Live and let live,“ segir Þórarinn.
Höfundaréttur IKEA Tengdar fréttir „Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15 Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15
Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10