„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 13:33 Heimsmaðurinn Atli Steinn segir dvölina á AdaM hótel hafa verið alveg einstaklega ánægjulega. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016 Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08