„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 13:33 Heimsmaðurinn Atli Steinn segir dvölina á AdaM hótel hafa verið alveg einstaklega ánægjulega. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016 Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent