Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira