Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 7. febrúar 2016 00:01 Adam Haukur Baumruk. Vísir/Vilhelm Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira