Sigursæll BMX-hjólreiðamaður skaut sig til bana Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 09:45 Dave Mirra er fallinn frá. BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira