Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014. Vísir/Ernir Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. Inni í efri mörkum virðismatsins eru þær tekjur sem yfirtaka Visa International Service á Visa Europe getur mögulega tryggt fyrirtækinu. Greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag en eins og kunnugt er seldi Landsbankinn 31,2 prósent hlut sinn í Borgun í nóvember 2014 fyrir 2,2 milljarða. Sé tekið mið af virðismati KPMG er sá hlutur nú 4 til 6 milljarða virði en salan á honum fór ekki fram í gegnum opið útboð. Þá voru í sölusamningi vegna viðskiptanna engin ákvæði um hlutdeild Landsbankans í þeim tekjum sem kæmu í hlut Borgunar yrði af yfirtöku Visa International á Visa Europe en þær eru taldar geta numið milljörðum. Landsbankinn tryggði sig hins vegar fyrir yfirtökunni þegar hann seldi hlut sinn í Valitor í desember 2014 og mun þá fá greiðslur í sinn hlut. Sala Landsbankans á Borgun hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þessa, og svo vegna þess að hlutur bankans var ekki seldur í gegnum opið útboð. Sé virðismat KPMG rétt hefur verðmæti hlutarins aukist um 4 til 6 milljarða króna á rúmu ári. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Elín Hirst segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. 2. febrúar 2016 15:55 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. Inni í efri mörkum virðismatsins eru þær tekjur sem yfirtaka Visa International Service á Visa Europe getur mögulega tryggt fyrirtækinu. Greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag en eins og kunnugt er seldi Landsbankinn 31,2 prósent hlut sinn í Borgun í nóvember 2014 fyrir 2,2 milljarða. Sé tekið mið af virðismati KPMG er sá hlutur nú 4 til 6 milljarða virði en salan á honum fór ekki fram í gegnum opið útboð. Þá voru í sölusamningi vegna viðskiptanna engin ákvæði um hlutdeild Landsbankans í þeim tekjum sem kæmu í hlut Borgunar yrði af yfirtöku Visa International á Visa Europe en þær eru taldar geta numið milljörðum. Landsbankinn tryggði sig hins vegar fyrir yfirtökunni þegar hann seldi hlut sinn í Valitor í desember 2014 og mun þá fá greiðslur í sinn hlut. Sala Landsbankans á Borgun hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þessa, og svo vegna þess að hlutur bankans var ekki seldur í gegnum opið útboð. Sé virðismat KPMG rétt hefur verðmæti hlutarins aukist um 4 til 6 milljarða króna á rúmu ári.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Elín Hirst segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. 2. febrúar 2016 15:55 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31
Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09
Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Elín Hirst segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. 2. febrúar 2016 15:55
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32
Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58