Kallað eftir aðgerður vegna áhrifa innflutningsbanns Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:27 Steingrímur J. Sigfússon segir launafólk og byggðir á norðaustur og austurlandi verða fyrir tekjumissi vegna innflutningsbanns Rússa. VÍSIR/STEFÁN Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira