Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 27-22 | FH-ingar með mikilvægan sigur á botnliðinu Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 4. febrúar 2016 20:45 Karolis Stropus í baráttu við Andra Berg Haraldsson. vísir/stefán FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“ Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira