Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 11:35 VÍSIR/VILHELM Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segja til greina koma að grípa til aðgerða nái fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna fram að ganga. Félögin búast við svörum frá stjórninni þess efnis eftir helgi, að sögn Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Ef þessi stefna fyrirtækisins á heimsvísu á að framkvæmast hér þá liggur það ljóst fyrir að það er ekki verið að fara að semja um eitt eða neitt. Þá höfum við lítið annað að gera en að fara í aðgerðir, það segir sig alveg sjálft,“ segir Guðmundur. Hann segir það ekki ljóst að svo stöddu hvers eðlis aðgerðirnar verði, hvort sem um allsherjar- eða skæruverkföll verði að ræða, eða þá yfirvinnu eða útflutningsbann. Það muni eflaust ráðast þegar fundað verði hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Álversdeilan hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Samninganefnd ÍSAL lagði fram tilboð sem rann út nú um áramótin en verkalýðsfélögin sögðust ekki geta sætt sig við ákvæði í samningnum um aukna heimild fyrirtækisins til verktöku. Deiluaðilar settust við samningaborðið á föstudag þar sem það var formlega tilkynnt að tilboðið hefði verið dregið af borðinu. „Við erum svolítið í lausu lofti með þetta eins og er en á síðasta fundi hjá ríkissáttasemjara var okkur tilkynnt um að allt sem lagt hefur verið fram undanfarið ár hafi verið dregið til baka. Þá var okkur sagt að nú sé beðið eftir upplýsingum frá móðurfyrirtækinu um hvort boðskapur forstjórans um engar launahækkanir í allri samstæðunni næðu til Íslands eða ekki. Þannig að við í rauninni erum að bíða eftir einhverjum boðskapi frá stjórnendum suðurfrá og Samtökum atvinnulífsins um næstu skref,“ segir Guðmundur. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segja til greina koma að grípa til aðgerða nái fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna fram að ganga. Félögin búast við svörum frá stjórninni þess efnis eftir helgi, að sögn Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Ef þessi stefna fyrirtækisins á heimsvísu á að framkvæmast hér þá liggur það ljóst fyrir að það er ekki verið að fara að semja um eitt eða neitt. Þá höfum við lítið annað að gera en að fara í aðgerðir, það segir sig alveg sjálft,“ segir Guðmundur. Hann segir það ekki ljóst að svo stöddu hvers eðlis aðgerðirnar verði, hvort sem um allsherjar- eða skæruverkföll verði að ræða, eða þá yfirvinnu eða útflutningsbann. Það muni eflaust ráðast þegar fundað verði hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Álversdeilan hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Samninganefnd ÍSAL lagði fram tilboð sem rann út nú um áramótin en verkalýðsfélögin sögðust ekki geta sætt sig við ákvæði í samningnum um aukna heimild fyrirtækisins til verktöku. Deiluaðilar settust við samningaborðið á föstudag þar sem það var formlega tilkynnt að tilboðið hefði verið dregið af borðinu. „Við erum svolítið í lausu lofti með þetta eins og er en á síðasta fundi hjá ríkissáttasemjara var okkur tilkynnt um að allt sem lagt hefur verið fram undanfarið ár hafi verið dregið til baka. Þá var okkur sagt að nú sé beðið eftir upplýsingum frá móðurfyrirtækinu um hvort boðskapur forstjórans um engar launahækkanir í allri samstæðunni næðu til Íslands eða ekki. Þannig að við í rauninni erum að bíða eftir einhverjum boðskapi frá stjórnendum suðurfrá og Samtökum atvinnulífsins um næstu skref,“ segir Guðmundur.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43
„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04