Samningi landað við ríkið eftir 27 ára bið Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hefði haft áhrif á hluta skipaflota bæði Eimskips og Samskipa. vísir/gva Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda