Maldonado tapar sætinu í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. febrúar 2016 12:30 Pastor Maldonado hefur á sér orð fyrir að fara óvarlega í akstri. Hér gengur hann burt frá klesstu Lotus bíl sínum í Kína. Vísir/Getty Pastor Maldonado hefur staðfest að hann muni ekki taka þátt í Formúlu 1 í ár. Hann hefur misst sæti sitt hjá Renault til danska ökumannsins, Kevin Magnussen. Magnussen var áður á mála hjá McLaren liðinu og ók allt tímabilið 2014 fyrir McLaren. Hann sinnti svo hlutverki þróunarökumanns á síðasta tímabili vegna koma Fernando Alonso til McLaren. Maldonado gaf út yfirlýsingu fyrir skemmstu um brotthvarf sitt úr Formúlu 1. „Eins og allir vita hafa á síðastliðnum dögum verið margar kjaftasögur í gangi um nánustu framtíð mína í Formúlu 1. Í dag verð ég að segja ykkur að ég verð ekki á ráslínunni á tímabilinu 2016,“ segir í yfirlýsingunni frá Venesúelabúanum. „Ég vil þakka öllum sem hafa sent mér skilaboð og hafa sett sig í samband við mig til að lýsa yfir stuðningi. Ég er auðmjúkur yfir þeim stuðningi sem ég hef fengið og stoltur af frammistöðu minni sem ökumaður,“ segir einnig í yfirlýsingu ökumannsins. „Ég vil þakka guði, fjölskyldu minni, styrktaraðilum, vinum, aðdáendum og öllum sem hafa hjálpað mér að gera þann draum að veruleika að vera fulltrúi Venesúela á hápunkti akstursíþróttanna. Sjáumst fljótt aftur,“ sagði Maldonado að lokum í yfirlýsingunni. Maldonado hefur keppt fimm tímabil í Formúlu 1, fyrstu þrjú með Williams liðinu og tvö með Lotus liðinu sem Renault tók nýverið yfir. Hinn þrítugi ökumaður hefur hafið 95 keppnir. Hann vann eina keppni, spænksa kappaksturinn 2012 fyrir Williams liðið. Maldonado sem hefur á sér glannalegt orðspor vegna þess hversu oft hann lendir í samstuði á kappakstursbrautinni. Hann hafði mikinn stuðning PDVSA sem er ríkisolíufyrirtæki Venesúela. PDVSA styrkti ökumanninn um 46 milljónir dollara á ári. Slitnaði upp úr samningnum við Lotus eftir yfirtöku Renault. Formúla Tengdar fréttir Magnussen gæti tekið sæti Maldonado Pastor Maldonado gæti tapað sæti sínu til Kevin Magnussen, fyrrum ökumanns McLaren liðsins. 13. janúar 2016 23:18 Magnussen tekur sæti Maldonado hjá Renault Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 mun samkvæmt heimildum Autosport taka sæti Pastor Maldonado hjá Renault liðinu í Formúlu 1. 29. janúar 2016 06:30 Pirelli vill sátt um dekkjastefnu Pirelli telur að fundur sem verður í næstu viku með ökumönnum og liðum í Formúlu 1 sé afbragðs tækifæri fyrir íþróttina að ná sátt um stefnu í dekkjamálum. 31. janúar 2016 12:00 Maldonado býst við betri Renault vél í ár Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins býst við því að Renault vél ársins verði auðveldari í notkun en sú sem notuð var árið 2014, þegar Lotus notaði síðast vélar Renault. 8. janúar 2016 22:00 Berger: Alonso er ekki lengur bestur Gerhard Berger, fyrrum Formúlu 1 ökumaður segir að síðasta tímabil hafi eitt og sér breytt ásýnd tveggja bestu ökumannanna í Formúlu 1. 29. janúar 2016 15:45 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Pastor Maldonado hefur staðfest að hann muni ekki taka þátt í Formúlu 1 í ár. Hann hefur misst sæti sitt hjá Renault til danska ökumannsins, Kevin Magnussen. Magnussen var áður á mála hjá McLaren liðinu og ók allt tímabilið 2014 fyrir McLaren. Hann sinnti svo hlutverki þróunarökumanns á síðasta tímabili vegna koma Fernando Alonso til McLaren. Maldonado gaf út yfirlýsingu fyrir skemmstu um brotthvarf sitt úr Formúlu 1. „Eins og allir vita hafa á síðastliðnum dögum verið margar kjaftasögur í gangi um nánustu framtíð mína í Formúlu 1. Í dag verð ég að segja ykkur að ég verð ekki á ráslínunni á tímabilinu 2016,“ segir í yfirlýsingunni frá Venesúelabúanum. „Ég vil þakka öllum sem hafa sent mér skilaboð og hafa sett sig í samband við mig til að lýsa yfir stuðningi. Ég er auðmjúkur yfir þeim stuðningi sem ég hef fengið og stoltur af frammistöðu minni sem ökumaður,“ segir einnig í yfirlýsingu ökumannsins. „Ég vil þakka guði, fjölskyldu minni, styrktaraðilum, vinum, aðdáendum og öllum sem hafa hjálpað mér að gera þann draum að veruleika að vera fulltrúi Venesúela á hápunkti akstursíþróttanna. Sjáumst fljótt aftur,“ sagði Maldonado að lokum í yfirlýsingunni. Maldonado hefur keppt fimm tímabil í Formúlu 1, fyrstu þrjú með Williams liðinu og tvö með Lotus liðinu sem Renault tók nýverið yfir. Hinn þrítugi ökumaður hefur hafið 95 keppnir. Hann vann eina keppni, spænksa kappaksturinn 2012 fyrir Williams liðið. Maldonado sem hefur á sér glannalegt orðspor vegna þess hversu oft hann lendir í samstuði á kappakstursbrautinni. Hann hafði mikinn stuðning PDVSA sem er ríkisolíufyrirtæki Venesúela. PDVSA styrkti ökumanninn um 46 milljónir dollara á ári. Slitnaði upp úr samningnum við Lotus eftir yfirtöku Renault.
Formúla Tengdar fréttir Magnussen gæti tekið sæti Maldonado Pastor Maldonado gæti tapað sæti sínu til Kevin Magnussen, fyrrum ökumanns McLaren liðsins. 13. janúar 2016 23:18 Magnussen tekur sæti Maldonado hjá Renault Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 mun samkvæmt heimildum Autosport taka sæti Pastor Maldonado hjá Renault liðinu í Formúlu 1. 29. janúar 2016 06:30 Pirelli vill sátt um dekkjastefnu Pirelli telur að fundur sem verður í næstu viku með ökumönnum og liðum í Formúlu 1 sé afbragðs tækifæri fyrir íþróttina að ná sátt um stefnu í dekkjamálum. 31. janúar 2016 12:00 Maldonado býst við betri Renault vél í ár Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins býst við því að Renault vél ársins verði auðveldari í notkun en sú sem notuð var árið 2014, þegar Lotus notaði síðast vélar Renault. 8. janúar 2016 22:00 Berger: Alonso er ekki lengur bestur Gerhard Berger, fyrrum Formúlu 1 ökumaður segir að síðasta tímabil hafi eitt og sér breytt ásýnd tveggja bestu ökumannanna í Formúlu 1. 29. janúar 2016 15:45 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Magnussen gæti tekið sæti Maldonado Pastor Maldonado gæti tapað sæti sínu til Kevin Magnussen, fyrrum ökumanns McLaren liðsins. 13. janúar 2016 23:18
Magnussen tekur sæti Maldonado hjá Renault Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 mun samkvæmt heimildum Autosport taka sæti Pastor Maldonado hjá Renault liðinu í Formúlu 1. 29. janúar 2016 06:30
Pirelli vill sátt um dekkjastefnu Pirelli telur að fundur sem verður í næstu viku með ökumönnum og liðum í Formúlu 1 sé afbragðs tækifæri fyrir íþróttina að ná sátt um stefnu í dekkjamálum. 31. janúar 2016 12:00
Maldonado býst við betri Renault vél í ár Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins býst við því að Renault vél ársins verði auðveldari í notkun en sú sem notuð var árið 2014, þegar Lotus notaði síðast vélar Renault. 8. janúar 2016 22:00
Berger: Alonso er ekki lengur bestur Gerhard Berger, fyrrum Formúlu 1 ökumaður segir að síðasta tímabil hafi eitt og sér breytt ásýnd tveggja bestu ökumannanna í Formúlu 1. 29. janúar 2016 15:45