Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti Una Sighvatsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 18:40 Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00