Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 1. febrúar 2016 18:02 Starfsemi hönnunarhússins Kraum hefur verið til húsa við Aðalstræti 10 frá árinu 2007. Vísir/Ernir Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira