Conor: Held áfram þar til ég er kominn með öll beltin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2016 10:30 Conor McGregor var heimsóttur í SGB-æfingasalinn í Dublin í gær þar sem Severe MMA tók áhugavert viðtal við hann. McGregor fer að leggja í hann til Las Vegas þar sem hann mun keppa um heimsmeistaratitilinn í léttvigt gegn Rafael dos Anjos. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt. „Ég er að velja þá bardaga sem ég vil og gera það sem ég vil. Þegar maður rakar inn 400 milljónum dollara fyrir fyrirtækið tvö kvöld í röð þá getur maður gert það sem maður vill. Mitt líf er orðið þannig að ég geri nákvæmlega það sem ég vil gera,“ segir Conor en það fer í taugarnar á mörgum hversu mikil völd hann virðist hafa hjá UFC. Þessi völd koma þó ekki á óvart enda er hann gullkálfur sambandsins. Conor hefur verið tíðrætt um aumingjaskap annarra bardagamanna í UFC upp á síðkastið og nýtir hvert tækifæri til þess að bauna á aðra. „Ég hef unnið fyrir þessu með mikilli vinnu og fórnum. Hvert sem ég lít í kringum mig í UFC þá sé ég menn þykjast vera að skila einhverri vinnu. Ég legg á mig alvöru vinnu og þess vegna er ég með fullkomna stjórn á þessum leik.“ Þar sem Írinn er að fara upp um einn þyngdarflokk þá þarf hann ekki að leggja á sig mikinn niðurskurð líkt og venjulega. Ef honum tekst að vinna Dos Anjos er þegar byrjað að tala um að hann fari upp í þriðja þyngdarflokkinn og keppi um beltið þar á UFC 200 næsta sumar. Sá flokkur er veltivigtin sem Gunnar Nelson keppir í. „Af hverju ekki að fara upp um fleiri þyngdarflokk? Þar eru menn hægari og stífari. Ég mun halda áfram þar til ég er kominn með öll beltin. Þú sást mig með Fjallinu sem er risastór gaur. Ég pakkaði honum saman þannig að ég get vel farið alla leið,“ segir Írinn sem augljóslega útilokar ekki að fara alla leið upp í þungavigtina. „Það eru aumingjar út um allt í þessari íþrótt. Ég er hér til að berjast og vinna öll beltin. Svo læt ég mig hverfa.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan en þar talar Conor um margt fleira.UFC 196 fer fram þann 5. mars næstkomandi og verður í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor ætlar sér beltið í léttvigtinni þegar hann mætir Rafael dos Anjos í byrjun mars. 5. febrúar 2016 12:00 Conor rífst við þungavigtarmeistarann Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. 8. febrúar 2016 23:15 „Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“ Þjálfari Rafael dos Anjos telur Íslandsvininn Conor McGregor ekkert hafa að gera í sinn mann í léttvigtinni. 17. febrúar 2016 17:11 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Conor McGregor var heimsóttur í SGB-æfingasalinn í Dublin í gær þar sem Severe MMA tók áhugavert viðtal við hann. McGregor fer að leggja í hann til Las Vegas þar sem hann mun keppa um heimsmeistaratitilinn í léttvigt gegn Rafael dos Anjos. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt. „Ég er að velja þá bardaga sem ég vil og gera það sem ég vil. Þegar maður rakar inn 400 milljónum dollara fyrir fyrirtækið tvö kvöld í röð þá getur maður gert það sem maður vill. Mitt líf er orðið þannig að ég geri nákvæmlega það sem ég vil gera,“ segir Conor en það fer í taugarnar á mörgum hversu mikil völd hann virðist hafa hjá UFC. Þessi völd koma þó ekki á óvart enda er hann gullkálfur sambandsins. Conor hefur verið tíðrætt um aumingjaskap annarra bardagamanna í UFC upp á síðkastið og nýtir hvert tækifæri til þess að bauna á aðra. „Ég hef unnið fyrir þessu með mikilli vinnu og fórnum. Hvert sem ég lít í kringum mig í UFC þá sé ég menn þykjast vera að skila einhverri vinnu. Ég legg á mig alvöru vinnu og þess vegna er ég með fullkomna stjórn á þessum leik.“ Þar sem Írinn er að fara upp um einn þyngdarflokk þá þarf hann ekki að leggja á sig mikinn niðurskurð líkt og venjulega. Ef honum tekst að vinna Dos Anjos er þegar byrjað að tala um að hann fari upp í þriðja þyngdarflokkinn og keppi um beltið þar á UFC 200 næsta sumar. Sá flokkur er veltivigtin sem Gunnar Nelson keppir í. „Af hverju ekki að fara upp um fleiri þyngdarflokk? Þar eru menn hægari og stífari. Ég mun halda áfram þar til ég er kominn með öll beltin. Þú sást mig með Fjallinu sem er risastór gaur. Ég pakkaði honum saman þannig að ég get vel farið alla leið,“ segir Írinn sem augljóslega útilokar ekki að fara alla leið upp í þungavigtina. „Það eru aumingjar út um allt í þessari íþrótt. Ég er hér til að berjast og vinna öll beltin. Svo læt ég mig hverfa.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan en þar talar Conor um margt fleira.UFC 196 fer fram þann 5. mars næstkomandi og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor ætlar sér beltið í léttvigtinni þegar hann mætir Rafael dos Anjos í byrjun mars. 5. febrúar 2016 12:00 Conor rífst við þungavigtarmeistarann Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. 8. febrúar 2016 23:15 „Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“ Þjálfari Rafael dos Anjos telur Íslandsvininn Conor McGregor ekkert hafa að gera í sinn mann í léttvigtinni. 17. febrúar 2016 17:11 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor ætlar sér beltið í léttvigtinni þegar hann mætir Rafael dos Anjos í byrjun mars. 5. febrúar 2016 12:00
Conor rífst við þungavigtarmeistarann Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. 8. febrúar 2016 23:15
„Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“ Þjálfari Rafael dos Anjos telur Íslandsvininn Conor McGregor ekkert hafa að gera í sinn mann í léttvigtinni. 17. febrúar 2016 17:11
Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30