Pína á álverið að samningaborðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hér bíður ál uppskipunar í Straumsvík. Hætt er við að um þrengist dragist boðað verkfall Hlífar í næstu viku á langinn. vísir/gva Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira