Helgi Már: Á eftir að sakna hláturskastanna á hótelherberginu 16. febrúar 2016 10:45 Helgi Már lék 95 landsleiki á ferlinum. Vísir/Anton Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta með liði sínu, KR, í fyrsta sinn á ferlinum. Sá titill hafði mikla þýðingu fyrir hann eins og hann lýsti í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Helgi Már hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins en vonast auðvitað til að því ljúki með því að KR verði Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Alls hefur Helgi Már þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með félaginu.Sjá einnig: Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Hann á líka glæstan landsliðsferil að baki sem telur alls fjórtán ár. Hann hefur alls leikið 95 landsleiki og skorað í þeim 509 stig. Hápunkturinn á ferlinum var, eins og hjá mörgum öðrum landsliðsfélögum hans, að spila á EM í Berlín síðastliðið haust. „Eins ótrúlega gaman og það var og skemmtileg upplifun var það afar svekkjandi að hafa meiðst í undirbúningnum,“ sagði Helgi Már sem sleit sin í ökklanum á æfingu. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa farið á mótið og fengið mínútur. En auðvitað hugsar maður með sér að maður hefði viljað fá stærra hlutverk. Mér leið alltaf eins og ég ætti eitthvað „móment“ inni.“Helgi Már Magnússon fagnar eftir landsleik.Vísir/AntonFyrir stuttu síðan var dregið í undankeppni EM 2017 og var Ísland í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í öðru sæti á góðan möguleika á að fara áfram. Möguleikar Íslands eru því ágætir. Helgi Már hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir hann að standa fyrir utan landsliðið í fyrsta sinn í langan tíma næst þegar það kemur saman. „Það hefði verið gaman fyrir mig að spila gegn Sviss enda spilaði ég sjálfur þar á sínum tíma. En að sama skapi fannst mér að ég væri ekki að gegna lykilhlutverki í landsliðinu lengur og ekki að spila mikið. Ég dvel því ekki mikið við þetta núna en hver veit hvað gerist í sumar þegar strákarnir koma saman og byrja að æfa.“ „Ég held að ég muni fyrsta og fremst sakna þess að umgangast þessa stráka sem ég hef þekkt svo lengi. Við höfum margir verið saman síðan í unglingalandsliðunum og þeir hafa því verið stór hluti af mínu lífi.“ „Það var alltaf fastur punktur í tilverunni að vera með þeim, í einhverri vitleysu uppi á hótelherbergi - í hláturskasti langt fram eftir nóttu. Ég á eftir að sakna þess mest.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta eftir langa bið. Hann var maður leiksins hjá KR og bætti þar með fyrir tapið grátlega gegn Stjörnunni í fyrra. 16. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta með liði sínu, KR, í fyrsta sinn á ferlinum. Sá titill hafði mikla þýðingu fyrir hann eins og hann lýsti í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Helgi Már hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins en vonast auðvitað til að því ljúki með því að KR verði Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Alls hefur Helgi Már þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með félaginu.Sjá einnig: Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Hann á líka glæstan landsliðsferil að baki sem telur alls fjórtán ár. Hann hefur alls leikið 95 landsleiki og skorað í þeim 509 stig. Hápunkturinn á ferlinum var, eins og hjá mörgum öðrum landsliðsfélögum hans, að spila á EM í Berlín síðastliðið haust. „Eins ótrúlega gaman og það var og skemmtileg upplifun var það afar svekkjandi að hafa meiðst í undirbúningnum,“ sagði Helgi Már sem sleit sin í ökklanum á æfingu. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa farið á mótið og fengið mínútur. En auðvitað hugsar maður með sér að maður hefði viljað fá stærra hlutverk. Mér leið alltaf eins og ég ætti eitthvað „móment“ inni.“Helgi Már Magnússon fagnar eftir landsleik.Vísir/AntonFyrir stuttu síðan var dregið í undankeppni EM 2017 og var Ísland í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í öðru sæti á góðan möguleika á að fara áfram. Möguleikar Íslands eru því ágætir. Helgi Már hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir hann að standa fyrir utan landsliðið í fyrsta sinn í langan tíma næst þegar það kemur saman. „Það hefði verið gaman fyrir mig að spila gegn Sviss enda spilaði ég sjálfur þar á sínum tíma. En að sama skapi fannst mér að ég væri ekki að gegna lykilhlutverki í landsliðinu lengur og ekki að spila mikið. Ég dvel því ekki mikið við þetta núna en hver veit hvað gerist í sumar þegar strákarnir koma saman og byrja að æfa.“ „Ég held að ég muni fyrsta og fremst sakna þess að umgangast þessa stráka sem ég hef þekkt svo lengi. Við höfum margir verið saman síðan í unglingalandsliðunum og þeir hafa því verið stór hluti af mínu lífi.“ „Það var alltaf fastur punktur í tilverunni að vera með þeim, í einhverri vitleysu uppi á hótelherbergi - í hláturskasti langt fram eftir nóttu. Ég á eftir að sakna þess mest.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta eftir langa bið. Hann var maður leiksins hjá KR og bætti þar með fyrir tapið grátlega gegn Stjörnunni í fyrra. 16. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00
Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta eftir langa bið. Hann var maður leiksins hjá KR og bætti þar með fyrir tapið grátlega gegn Stjörnunni í fyrra. 16. febrúar 2016 06:00
Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30
Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum