Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. febrúar 2016 13:10 Hótel Adam er á Skólavörðustíg við hliðina á Krambúðinni. Vísir/Anton Brink Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent