Hinn látni var Kínverji um fertugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2016 15:11 Stuðlabergið í Reynisfjöru er vinstra megin á myndinni. Mikill munur er á flóði og fjöru hve langt sjórinn nær að berginu. Vísir Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö. Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö.
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48