Alda Dís með nýtt myndband við Eurovision lagið Augnablik
Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt myndband og gott lag.vísir
Alda Dís hefur gefið út myndband við lagið Augnablik sem hún flytur í undankeppni Eurovision á laugardaginn í Háskólabíó.
Eins og margir muna eftir vann Alda Dís hæfileikakeppnina Ísland got Talent á Stöð 2 í vor. Myndbandið kom út í dag en Árni Beinteinn leikstýrði því en sex lög keppa um laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardagskvöldið.