Handbolti

Skoraði 21 mark í bikarúrslitaleik | Allir bikarmeistarar krakkanna frá helginni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson leikmaður Selfoss var valinn maður leiksins en hann skoraði 21 mark í úrslitaleik 4. flokks karla.
Haukur Þrastarson leikmaður Selfoss var valinn maður leiksins en hann skoraði 21 mark í úrslitaleik 4. flokks karla. Mynd/HSÍ
Bikarúrslitahelgi handboltans fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og heppnaðist vel að vanda. Valur og Stjarnan unnu fullorðinsbikarana en það var nóg af öðrum bikarmeisturum sem voru krýndir.

Handknattleiksambandið bauð upp á sömu umgjörð hjá krökkunum og hjá þeim fullorðnu daginn áður. Félögin sem eignuðust bikarmeistara á sunnudeginum voru Víkingur, Selfoss, Fjölnir, HK, ÍR, Fram og Valur.

Þetta þýðir að alls eignuðust átta félög bikarmeistara um helgina en Valsstrákarnir í 2. flokki, sem einhverjir urðu einnig bikarmeistarar með meistaraflokknum daginn áður sá til þess að Valur vann eitt félaga tvo bikara um helgina.

Ein allra athyglisverðasta frammistaða helgarinnar var hjá Selfyssingnum Hauki Þrastarsyni sem skoraði 21 mark úr 23 skotum í fimm marka sigri selfoss á FH í úrslitaleik 4. flokks karla yngri, 35-30.

Handknattleiksambandið sagði frá bikarmeisturunum á Instagram-síðu sinni og má sjá myndir af nýkrýndum meisturum hér fyrir neðan.

ÍR er bikarmeistari 3.ka. eftir 33-27 sigur á Val í úrslitaleik. #cocacolabikarinn #handbolti

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on


Tengdar fréttir

Strákarnir vildu sanna að þeir væru sigurvegarar

Óskar Bjarni Óskarsson er orðinn sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppni karla. Hann vann sinn fjórða titil um helgina og tók fram úr Bogdan Kowalczyk og Reyni Ólafssyni. Hann vill vinna fleiri titla í vor.

Vildi ekki gefa mömmu klístraða fimmu

Sólveig Lára Kjærnested varð bikarmeistari með Stjörnunni um helgina en hún hefur upplifað ýmislegt á löngum ferli hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×