Einn versti sársauki sem ég hef fundið fyrir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2016 15:00 Gunnar Gústav verður í þessum stól næstu tvær vikurnar. mynd/aðsend Glímukappinn Gunnar Gústav Logason lenti í skelfilegum meiðslum á bikarglímu Íslands. Sköflungurinn gaf sig. Gunnar var að glíma við Ásmund Hálfdán Ásmundsson er hann brotnaði illa. Ekki er algengt að keppendur meiðist alvarlega á glímumótum. Menn og konur hafa farið úr axlarlið en síðasta beinbrot kom í Íslandsglímunni árið 1994. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég er kominn heim,“ segir Gunnar Gústav í samtali við Vísi í morgun. „Ég lendi svona vitlaust á fótinn. Sný upp á hann og það brotnar stóra beinið í sköflungnum. Það brotnaði í spíral. Það er kominn teinn inn í beinmerginn og svo bolta hann við.“ Það var skelfilegt að sjá sköflunginn brotna eins og sjá má hér í myndskeiði frá RÚV. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. „Þetta var frekar sársaukafullt. Þetta er einn versti sársauki sem ég hef fundið fyrir. Það var mjög sérstakt að sjá þetta í fréttunum áður en ég fór í aðgerðina. Ég upplifði þetta nefnilega allt öðruvísi. Ég hélt að hann hefði dottið ofan á mig. Ég skildi ekki hvernig ég gat brotið mig sjálfan svona.“ Gunnar Gústav má ekki hreyfa sig næstu tvær vikurnar. Hann þarf svo að bíða í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir því að fara að æfa á ný. „Ég er í skóla og vinnu. Svo er ég bæði að þjálfa og æfa júdó. Ég er líka í jiu jitsu og fleira. Það verður ekki auðvelt að hvíla og líklega með því erfiðasta sem ég hef gert lengi. Ég á enn eftir að finna út úr því hvernig ég muni drepa tímann.“Hér má svo sjá úrslitin úr bikarglímunni 2016. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Glímukappinn Gunnar Gústav Logason lenti í skelfilegum meiðslum á bikarglímu Íslands. Sköflungurinn gaf sig. Gunnar var að glíma við Ásmund Hálfdán Ásmundsson er hann brotnaði illa. Ekki er algengt að keppendur meiðist alvarlega á glímumótum. Menn og konur hafa farið úr axlarlið en síðasta beinbrot kom í Íslandsglímunni árið 1994. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég er kominn heim,“ segir Gunnar Gústav í samtali við Vísi í morgun. „Ég lendi svona vitlaust á fótinn. Sný upp á hann og það brotnar stóra beinið í sköflungnum. Það brotnaði í spíral. Það er kominn teinn inn í beinmerginn og svo bolta hann við.“ Það var skelfilegt að sjá sköflunginn brotna eins og sjá má hér í myndskeiði frá RÚV. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. „Þetta var frekar sársaukafullt. Þetta er einn versti sársauki sem ég hef fundið fyrir. Það var mjög sérstakt að sjá þetta í fréttunum áður en ég fór í aðgerðina. Ég upplifði þetta nefnilega allt öðruvísi. Ég hélt að hann hefði dottið ofan á mig. Ég skildi ekki hvernig ég gat brotið mig sjálfan svona.“ Gunnar Gústav má ekki hreyfa sig næstu tvær vikurnar. Hann þarf svo að bíða í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir því að fara að æfa á ný. „Ég er í skóla og vinnu. Svo er ég bæði að þjálfa og æfa júdó. Ég er líka í jiu jitsu og fleira. Það verður ekki auðvelt að hvíla og líklega með því erfiðasta sem ég hef gert lengi. Ég á enn eftir að finna út úr því hvernig ég muni drepa tímann.“Hér má svo sjá úrslitin úr bikarglímunni 2016.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira