Breytast í hústökufólk um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 10:31 Samningur við styrkaraðila hátíðarinnar í ár var "undirritaður“ með því að smella merki hátíðarinnar á handlegg allra í formi tímabundsins húðflúrs. Vísir/KTD Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra. Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra.
Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent