Strákarnir vildu sanna að þeir væru sigurvegarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til um helgina. Vísir/Getty Valur varð bikarmeistari karla um helgina og árangurinn var sögulegur fyrir þjálfarann Óskar Bjarna Óskarsson. Hann vann þar með sinn fjórða titil sem þjálfari karlaliðsins og varð um leið sigursælasti þjálfari bikarkeppninnar frá upphafi. „Það er alltaf gaman að geta slegið met eins og þetta og það gefur þessu smá lit,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Fréttablaðið. „Það er heiður að ná að vinna fjóra titla. Bara að komast einu sinni í úrslitaleikinn þykir mörgum gott.“ Valur hafði betur gegn Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag, 25-23, þar sem góð byrjun í síðari hálfleik réð miklu. Valsmenn höfðu betur í hörkuleik gegn Haukum í undanúrslitunum á föstudagskvöld, þar sem tvö efstu lið Olísdeildarinnar mættust.Sjá einnig: Valur bikarmeistari í níunda sinn Óskar Bjarni segir að sér líði vel í leikjum þar sem allt er undir og hann njóti spennunnar. Valur tapaði fyrir Haukum í tvíframlengdum undanúrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra en Óskar Bjarni segir að það sé í fyrsta skiptið sem hann tapi í framlengingu sem þjálfari, svo hann muni eftir. „Þegar maður kemst aftur og aftur í svona aðstæður þá fer manni að líða vel í þeim. Manni finnst til dæmis orðið gaman að fara í framlengingu,“ segir hann og bætir við að þessi titill sé afar sætur. „Sá nýjasti er alltaf sá sætasti en það var skemmtilegt að vinna þennan, bæði fyrir strákana og mig. Við höfum verið að spila illa á móti Haukum, bæði í úrslitakeppninni í fyrra og í deildinni í vetur. Því var það sérstaklega gaman að vinna þá í undanúrslitunum.“Valur, bikarmeistari karla 2016.Vísir/Andri MarinóEkkert truflaði okkur Hann segir að það hafi ekki orðið spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn á Haukum. Það hafi einfaldlega ekki verið tími til þess enda innan við sólarhringur í úrslitaleikinn. „Gróttumenn eru með afar skemmtilegt lið og þá ber að varast. En okkar verkefni snerist um að vinna Hauka og mæta svo á fullu í næsta leik, sama hver andstæðingurinn yrði. Við ætluðum ekki að láta neitt trufla okkur,“ segir Óskar Bjarni. Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Hauka þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þessi tvö lið eru langefst í deildinni en í fyrra náðu Haukar að slá Val úr leik í úrslitakeppninni, 3-0, eftir að Valur varð deildarmeistari. „Við lögðum mikið upp úr því að verða deildarmeistarar, enda erfiðast að vinna þann titil. En svo mættum við hnjaskaðir til leiks gegn Haukum sem voru á flottum stað þá og fóru alla leið,“ segir þjálfarinn. „Strákarnir fóru mjög svekktir inn í sumarfríið í fyrra og við ætlum að gera betur núna. Þeir vildu líka sanna fyrir sjálfum sér um helgina að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregðast þegar á reynir. Það tókst. Við fórum erfiða leið að titlinum – til Eyja í 8-liða úrslitum og gegn Haukum í undanúrslitum – og strákarnir trúa því nú að þeir séu sigurvegarar.“Flestir bikarmeistaratitlar þjálfara í karlaflokki 4 Óskar Bjarni Óskarsson (Valur 2008, 2009, 2011, 2016) 3 Bogdan Kowalczyk (Víkingur 1979, 1983, 1985) 3 Reynir Ólafsson (Valur 1974, FH 1977, 1978) 2 Karl Benediktsson (Víkingur 1978, Víkingur 1984) 2 Þorbjörn Jensson (Valur 1990, 1993) 2 Kristján Arason (FH 1992, 1994) 2 Sigurður Gunnarsson (ÍBV 1991, Haukar 1997) 2 Alfreð Gíslason (KA 1995, 1996) 2 Viggó Sigurðsson (Haukar 2001, 2002) 2 Aron Kristjánsson (Haukar 2010, 2012) Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Valur varð bikarmeistari karla um helgina og árangurinn var sögulegur fyrir þjálfarann Óskar Bjarna Óskarsson. Hann vann þar með sinn fjórða titil sem þjálfari karlaliðsins og varð um leið sigursælasti þjálfari bikarkeppninnar frá upphafi. „Það er alltaf gaman að geta slegið met eins og þetta og það gefur þessu smá lit,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Fréttablaðið. „Það er heiður að ná að vinna fjóra titla. Bara að komast einu sinni í úrslitaleikinn þykir mörgum gott.“ Valur hafði betur gegn Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag, 25-23, þar sem góð byrjun í síðari hálfleik réð miklu. Valsmenn höfðu betur í hörkuleik gegn Haukum í undanúrslitunum á föstudagskvöld, þar sem tvö efstu lið Olísdeildarinnar mættust.Sjá einnig: Valur bikarmeistari í níunda sinn Óskar Bjarni segir að sér líði vel í leikjum þar sem allt er undir og hann njóti spennunnar. Valur tapaði fyrir Haukum í tvíframlengdum undanúrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra en Óskar Bjarni segir að það sé í fyrsta skiptið sem hann tapi í framlengingu sem þjálfari, svo hann muni eftir. „Þegar maður kemst aftur og aftur í svona aðstæður þá fer manni að líða vel í þeim. Manni finnst til dæmis orðið gaman að fara í framlengingu,“ segir hann og bætir við að þessi titill sé afar sætur. „Sá nýjasti er alltaf sá sætasti en það var skemmtilegt að vinna þennan, bæði fyrir strákana og mig. Við höfum verið að spila illa á móti Haukum, bæði í úrslitakeppninni í fyrra og í deildinni í vetur. Því var það sérstaklega gaman að vinna þá í undanúrslitunum.“Valur, bikarmeistari karla 2016.Vísir/Andri MarinóEkkert truflaði okkur Hann segir að það hafi ekki orðið spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn á Haukum. Það hafi einfaldlega ekki verið tími til þess enda innan við sólarhringur í úrslitaleikinn. „Gróttumenn eru með afar skemmtilegt lið og þá ber að varast. En okkar verkefni snerist um að vinna Hauka og mæta svo á fullu í næsta leik, sama hver andstæðingurinn yrði. Við ætluðum ekki að láta neitt trufla okkur,“ segir Óskar Bjarni. Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Hauka þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þessi tvö lið eru langefst í deildinni en í fyrra náðu Haukar að slá Val úr leik í úrslitakeppninni, 3-0, eftir að Valur varð deildarmeistari. „Við lögðum mikið upp úr því að verða deildarmeistarar, enda erfiðast að vinna þann titil. En svo mættum við hnjaskaðir til leiks gegn Haukum sem voru á flottum stað þá og fóru alla leið,“ segir þjálfarinn. „Strákarnir fóru mjög svekktir inn í sumarfríið í fyrra og við ætlum að gera betur núna. Þeir vildu líka sanna fyrir sjálfum sér um helgina að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregðast þegar á reynir. Það tókst. Við fórum erfiða leið að titlinum – til Eyja í 8-liða úrslitum og gegn Haukum í undanúrslitum – og strákarnir trúa því nú að þeir séu sigurvegarar.“Flestir bikarmeistaratitlar þjálfara í karlaflokki 4 Óskar Bjarni Óskarsson (Valur 2008, 2009, 2011, 2016) 3 Bogdan Kowalczyk (Víkingur 1979, 1983, 1985) 3 Reynir Ólafsson (Valur 1974, FH 1977, 1978) 2 Karl Benediktsson (Víkingur 1978, Víkingur 1984) 2 Þorbjörn Jensson (Valur 1990, 1993) 2 Kristján Arason (FH 1992, 1994) 2 Sigurður Gunnarsson (ÍBV 1991, Haukar 1997) 2 Alfreð Gíslason (KA 1995, 1996) 2 Viggó Sigurðsson (Haukar 2001, 2002) 2 Aron Kristjánsson (Haukar 2010, 2012)
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45
Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55