Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2016 14:35 Adda og Anna hjá Mannréttindaskrifstofu rukka Frosta um svör: Hvernig stendur á því að það eru bara karlar í radíóinu? Vísir hefur undir höndum erindi sem Adda Ingólfsdóttir starfsmaður Mannréttindaskrifstofu sendi Frosta Logasyni dagskrárstjóra á X-inu á Facebook, þar sem hún grennslast fyrir um hversu margir starfsmenn útvarpsstöðvarinnar eru karlmenn og hvers margir starfsmenn eru konur? Þetta mun tengjast gerð bæklings sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar vinnur nú að, Kynlegar tölur og er fyrirhuguð útgáfa 8. mars. Í samskiptum Öddu og Frosta spyr Adda hvort engin kona stjórni þætti á X977? Frosti segir að svo sé ekki, sem stendur og Adda segir: „flott, takk fyrir það. Eða, ekki flott.“Konur endast illa í útvarpinuFrosti segir þetta „auðvitað alveg glatað“ en bendir Öddu á að senda fyrirspurn á Glamour, „það er enginn kall að vinna þar.“ Adda segist bara vera að skoða útvarpið núna. Eftir nokkurt spjall þeirra á milli, um þætti á X-inu sem konur hafa stjórnað veltir Adda því fyrir sér hvernig á því standi að konur endist ekki í útvarpinu? „Kannski væri sniðugt að ráða kvenþáttastjórnendur í þætti sem eru ekki sérstaklega kven-miðaðir heldur bara almennir?“ Frosti segir að allir þessir þættir hafi verið tilraun þeirra til að rétta af kynjahallann. En lögðust allir af vegna skorts á kostendum. Adda telur þetta áhugavert en spyr Frosta af hverju hann haldi að það hafi verið skortur á kostendum? Frosti segir henni að Kynlegir kvistir hafi reyndar bara verið keyptur yfir á RÚV erfitt fyrir einkaframtakið að keppa við fjármagn skattgreiðenda.Starfsmaður borgarinnar hlerar FrostaÞegar þarna var komið sögu tjáði Adda Frosta að hún vildi ekki villa á sér heimildir lengur heldur kynnti sig sem starfsmann Mannréttindaskrifstofu sem væri að vinna að gerð bæklings sem áður segir. Vísir sendi Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar/ Director of Human Rights Office, fyrirspurn vegna málsins, sem sjá má hér neðar ásamt svörum. Þar kemur meðal annars fram að bæklingurinn kostar 300 til 350 þúsund, um er að ræða könnun á völdum útvarpsstöðvum auk hlaðvarps og að það sé skilgreint hlutverk Mannréttindastofu að huga að stöðu kynjanna í Reykjavík.Q&A fyrir Mannréttindastofu Vísir: Eru allar útvarpsstöðvar landsins undir í þessari talningu? Anna: „Nei. Teknar voru helstu útvarpsstöðvar og hlaðvörp í Reykjavík.“ Vísir: Hvaða fleiri svið þjóðlífsins er verið að skoða?Anna segir það skilgreint hlutverk Mannréttindaskrifstofu að velta fyrir sér hvernig kynjahlutföllum er háttað í borginni.Anna: „Ýmis svið þjóðlífsins hafa verið skoðuð gegnum tíðina, t.d. hafa verið settar fram upplýsingar um stjórnmála- og kosningaþátttöku, velferð og heilsu, verkalýðsfélög, netnotkun, menntun, menningu, vinnumarkað og fæðingarorlof greint eftir kynjum.“ Vísir: Hversu marga bæklinga af þessu tagi hefur borgin staðið að, hversu marga bæklinga? Anna: „Þetta er í 6. skiptið sem bæklingurinn Kynlegar tölur kemur út.“ Vísir: Hvað kostar þetta tiltekna verkefni? Hvernig lítur fjárhagsáætlun út? Anna: „Áætlaður kostnaður við útgáfu kynlegra talna er 300.000 - 350.000“. Vísir: Hvernig er það rökstutt eða skýrt að það teljist heyra undir verksvið Mannréttindastofu borgarinnar að telja hausa í fjölmiðlum og kyngreina? Anna: „Greining og framsetning tölfræðilegra gagna um stöðu kynjanna í Reykjavík er hluti af skyldum mannréttindaskrifstofu, með vísan í þau lög, samninga og stefnur sem skrifstofan vinnur út frá. Auk þess samþykkti Mannréttindaráð árið 2010 að gefa út bækling með tölfræðiupplýsingum sem varpaði ljósi á stöðu kynjanna þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.“ Vísir: Hversu margar konur starfa á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og hversu margir karlar? Anna: „Á mannréttindaskrifstofu starfa 10 starfsmenn í samtals 7,6 stöðugildum auk eins starfsnema. Níu konur og tveir karlar.“ Vísir sendi Önnu ítarspurningar, þar sem spurt er hvort vinna starfsmanna Mannréttindaskrifstofu sé ekki örugglega utan fjárhagsáætlunar og þá hversu margar vinnustundir eru ætlaðar í bæklingsgerðina? Auk þess hvað réði valinu á þeim útvarpsstöðvum sem kannaðar eru? Fréttin verður uppfærð um leið og svör berast frá Önnu. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Vísir hefur undir höndum erindi sem Adda Ingólfsdóttir starfsmaður Mannréttindaskrifstofu sendi Frosta Logasyni dagskrárstjóra á X-inu á Facebook, þar sem hún grennslast fyrir um hversu margir starfsmenn útvarpsstöðvarinnar eru karlmenn og hvers margir starfsmenn eru konur? Þetta mun tengjast gerð bæklings sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar vinnur nú að, Kynlegar tölur og er fyrirhuguð útgáfa 8. mars. Í samskiptum Öddu og Frosta spyr Adda hvort engin kona stjórni þætti á X977? Frosti segir að svo sé ekki, sem stendur og Adda segir: „flott, takk fyrir það. Eða, ekki flott.“Konur endast illa í útvarpinuFrosti segir þetta „auðvitað alveg glatað“ en bendir Öddu á að senda fyrirspurn á Glamour, „það er enginn kall að vinna þar.“ Adda segist bara vera að skoða útvarpið núna. Eftir nokkurt spjall þeirra á milli, um þætti á X-inu sem konur hafa stjórnað veltir Adda því fyrir sér hvernig á því standi að konur endist ekki í útvarpinu? „Kannski væri sniðugt að ráða kvenþáttastjórnendur í þætti sem eru ekki sérstaklega kven-miðaðir heldur bara almennir?“ Frosti segir að allir þessir þættir hafi verið tilraun þeirra til að rétta af kynjahallann. En lögðust allir af vegna skorts á kostendum. Adda telur þetta áhugavert en spyr Frosta af hverju hann haldi að það hafi verið skortur á kostendum? Frosti segir henni að Kynlegir kvistir hafi reyndar bara verið keyptur yfir á RÚV erfitt fyrir einkaframtakið að keppa við fjármagn skattgreiðenda.Starfsmaður borgarinnar hlerar FrostaÞegar þarna var komið sögu tjáði Adda Frosta að hún vildi ekki villa á sér heimildir lengur heldur kynnti sig sem starfsmann Mannréttindaskrifstofu sem væri að vinna að gerð bæklings sem áður segir. Vísir sendi Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar/ Director of Human Rights Office, fyrirspurn vegna málsins, sem sjá má hér neðar ásamt svörum. Þar kemur meðal annars fram að bæklingurinn kostar 300 til 350 þúsund, um er að ræða könnun á völdum útvarpsstöðvum auk hlaðvarps og að það sé skilgreint hlutverk Mannréttindastofu að huga að stöðu kynjanna í Reykjavík.Q&A fyrir Mannréttindastofu Vísir: Eru allar útvarpsstöðvar landsins undir í þessari talningu? Anna: „Nei. Teknar voru helstu útvarpsstöðvar og hlaðvörp í Reykjavík.“ Vísir: Hvaða fleiri svið þjóðlífsins er verið að skoða?Anna segir það skilgreint hlutverk Mannréttindaskrifstofu að velta fyrir sér hvernig kynjahlutföllum er háttað í borginni.Anna: „Ýmis svið þjóðlífsins hafa verið skoðuð gegnum tíðina, t.d. hafa verið settar fram upplýsingar um stjórnmála- og kosningaþátttöku, velferð og heilsu, verkalýðsfélög, netnotkun, menntun, menningu, vinnumarkað og fæðingarorlof greint eftir kynjum.“ Vísir: Hversu marga bæklinga af þessu tagi hefur borgin staðið að, hversu marga bæklinga? Anna: „Þetta er í 6. skiptið sem bæklingurinn Kynlegar tölur kemur út.“ Vísir: Hvað kostar þetta tiltekna verkefni? Hvernig lítur fjárhagsáætlun út? Anna: „Áætlaður kostnaður við útgáfu kynlegra talna er 300.000 - 350.000“. Vísir: Hvernig er það rökstutt eða skýrt að það teljist heyra undir verksvið Mannréttindastofu borgarinnar að telja hausa í fjölmiðlum og kyngreina? Anna: „Greining og framsetning tölfræðilegra gagna um stöðu kynjanna í Reykjavík er hluti af skyldum mannréttindaskrifstofu, með vísan í þau lög, samninga og stefnur sem skrifstofan vinnur út frá. Auk þess samþykkti Mannréttindaráð árið 2010 að gefa út bækling með tölfræðiupplýsingum sem varpaði ljósi á stöðu kynjanna þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.“ Vísir: Hversu margar konur starfa á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og hversu margir karlar? Anna: „Á mannréttindaskrifstofu starfa 10 starfsmenn í samtals 7,6 stöðugildum auk eins starfsnema. Níu konur og tveir karlar.“ Vísir sendi Önnu ítarspurningar, þar sem spurt er hvort vinna starfsmanna Mannréttindaskrifstofu sé ekki örugglega utan fjárhagsáætlunar og þá hversu margar vinnustundir eru ætlaðar í bæklingsgerðina? Auk þess hvað réði valinu á þeim útvarpsstöðvum sem kannaðar eru? Fréttin verður uppfærð um leið og svör berast frá Önnu.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira