Tveir magnaðir Hallarsigrar á ellefu dögum hjá þremur Hólmurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eru hér eftir sigurinn ásamt Gunnari Svanlaugssyni, Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur og Haiden Palmer. Mynd/Þorsteinn Eyþórsson Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira