Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 08:24 Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt. Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40
Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00
Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27
Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50
Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10