Grótta klárar dæmið í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. febrúar 2016 06:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í lykilhlutverki í Gróttu. Vísir Fjórða árið í röð verður notast við svokallað „Final 4“-fyrirkomulag í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir hafa farið fram sömu helgina síðan 2013 og hefur þetta fyrirkomulag algjörlega slegið í gegn. Úrslitahelgin hefst í dag með undanúrslitaleikjum í Coca Cola-bikar kvenna. Klukkan 17.15 eigast við Stjarnan og Fylkir og svo klukkan 19.30 er komið að stórleik tveggja efstu liða Olís-deildar kvenna; Gróttu og Hauka. Sigurvegararnir mætast í bikarúrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn. Fréttablaðið fékk Alfreð Örn Finnsson, þjálfara Vals, til að spá í spilin. Alfreð hefur mætt öllum liðunum á tímabilinu, sumum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.Stress að vera í Höllinni Alfreð Örn hefur meiri trú á Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Fylki þar sem mætast liðin í sjötta og áttunda sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á leiktíðinni og Stjarnan unnið í bæði skiptin. Stjarnan vann átta marka sigur á heimavelli, 30-22, og þriggja marka sigur í Árbænum í seinni leik liðanna í deildinni, 26-23. „Ég hef alveg trú á að Fylkir geti komið á óvart en ég spái Stjörnunni sigri því það er reynslumeira lið,“ segir Alfreð Örn. Fylkir hefur ekki komist í Höllina síðan liðið spilaði óvænt úrslitaleikinn á móti Stjörnunni 2008 en Stjarnan hafði þá betur. „Það væri bara styrkur fyrir Fylki að halda þessu í jöfnum leik. Ég held að Stjarnan verði með þetta allan leikinn og stressið verði of mikið fyrir Fylki í Höllinni. Fylkisstúlkur unnu samt ÍBV um daginn sem veitir mér meiri bjartsýni fyrir þeirra hönd. Ég hef verið að bíða eftir þessum kafla hjá þeim,“ segir Alfreð.Thea Imani Sturludóttir í leik með Fylki.VísirAðspurður hver helsti styrkleiki Fylkisliðsins sé segir hann: „Keyra í bakið á andstæðingnum, hvort sem það er eftir mark eða ekki. Fylkisliðið er að spila hraða miðju mjög vel. Það hefur líka náð upp fínum varnarleik eftir jól og er með vopn í Þurí [Þuríði Guðjónsdóttur] og Theu [Imani Sturludóttur].“ Stjarnan er þekktari stærð: „Stjarnan er með gríðarlega sterkan varnarleik og Florentinu í markinu. Þetta eru hennar leikir. Það mæðir líka mikið á Helenu Rut. Það er gríðarlega erfitt við Stjörnuna að eiga þegar hún er heit,“ segir Alfreð Örn.Meistararnir fara alla leið Seinni undanúrslitaleikurinn er algjört konfekt en þar mætast liðin í efstu tveimur sætum Íslandsmótsins. Grótta er einu stigi á undan Haukum í deildinni, en liðin skildu jöfn, 21-21, þegar þau mættust á Nesinu í deildinni fyrr á tímabilinu. „Haukarnir eiga klárlega séns. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þennan leik,“ segir Alfreð. Hann vill meina að markvarslan verði það sem skeri úr um sigurinn. Í marki Gróttu er auðvitað fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir en hjá Haukum stendur Elín Jóna Þorsteinsdóttir vaktina. Elín Jóna varð bikarmeistari með Gróttu í fyrra.Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka.Vísir„Elín hefur verið lykillinn að velgengni Haukanna en Íris Björk er bara alltaf góð. Þessi markvarðabarátta snýst vitaskuld að stóru leyti um varnarleikinn. Gróttuvörnin er stöðugri en hjá Haukum. Haukarnir eiga leiki þar sem þeir skella algjörlega í lás en stundum gengur ekki jafn vel,“ segir Alfreð. Haukarnir eru með sterka útilínu í þeim Ramune Pekarskyte, Karen Helgu Díönudóttur og Mariu Ines Pereira en Alfreð er hrifinn af liðsheildarframlagi Gróttuliðsins. „Á móti okkur var ég mjög hrifinn af hversu margir leikmenn Gróttu voru að skila framlagi. Gróttan spilar sóknarleikinn skynsamlega og fær framlag frá mörgum. Kári þjálfari hefur gert vel í að dreifa álagi og vera duglegur að skipta,“ segir Alfreð sem spáir Gróttu ferð í úrslitaleikinn. En hvaða lið stendur þá uppi sem meistari? „Grótta klárar þetta á móti Stjörnunni,“ segir Alfreð Örn Finnsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Fjórða árið í röð verður notast við svokallað „Final 4“-fyrirkomulag í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir hafa farið fram sömu helgina síðan 2013 og hefur þetta fyrirkomulag algjörlega slegið í gegn. Úrslitahelgin hefst í dag með undanúrslitaleikjum í Coca Cola-bikar kvenna. Klukkan 17.15 eigast við Stjarnan og Fylkir og svo klukkan 19.30 er komið að stórleik tveggja efstu liða Olís-deildar kvenna; Gróttu og Hauka. Sigurvegararnir mætast í bikarúrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn. Fréttablaðið fékk Alfreð Örn Finnsson, þjálfara Vals, til að spá í spilin. Alfreð hefur mætt öllum liðunum á tímabilinu, sumum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.Stress að vera í Höllinni Alfreð Örn hefur meiri trú á Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Fylki þar sem mætast liðin í sjötta og áttunda sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á leiktíðinni og Stjarnan unnið í bæði skiptin. Stjarnan vann átta marka sigur á heimavelli, 30-22, og þriggja marka sigur í Árbænum í seinni leik liðanna í deildinni, 26-23. „Ég hef alveg trú á að Fylkir geti komið á óvart en ég spái Stjörnunni sigri því það er reynslumeira lið,“ segir Alfreð Örn. Fylkir hefur ekki komist í Höllina síðan liðið spilaði óvænt úrslitaleikinn á móti Stjörnunni 2008 en Stjarnan hafði þá betur. „Það væri bara styrkur fyrir Fylki að halda þessu í jöfnum leik. Ég held að Stjarnan verði með þetta allan leikinn og stressið verði of mikið fyrir Fylki í Höllinni. Fylkisstúlkur unnu samt ÍBV um daginn sem veitir mér meiri bjartsýni fyrir þeirra hönd. Ég hef verið að bíða eftir þessum kafla hjá þeim,“ segir Alfreð.Thea Imani Sturludóttir í leik með Fylki.VísirAðspurður hver helsti styrkleiki Fylkisliðsins sé segir hann: „Keyra í bakið á andstæðingnum, hvort sem það er eftir mark eða ekki. Fylkisliðið er að spila hraða miðju mjög vel. Það hefur líka náð upp fínum varnarleik eftir jól og er með vopn í Þurí [Þuríði Guðjónsdóttur] og Theu [Imani Sturludóttur].“ Stjarnan er þekktari stærð: „Stjarnan er með gríðarlega sterkan varnarleik og Florentinu í markinu. Þetta eru hennar leikir. Það mæðir líka mikið á Helenu Rut. Það er gríðarlega erfitt við Stjörnuna að eiga þegar hún er heit,“ segir Alfreð Örn.Meistararnir fara alla leið Seinni undanúrslitaleikurinn er algjört konfekt en þar mætast liðin í efstu tveimur sætum Íslandsmótsins. Grótta er einu stigi á undan Haukum í deildinni, en liðin skildu jöfn, 21-21, þegar þau mættust á Nesinu í deildinni fyrr á tímabilinu. „Haukarnir eiga klárlega séns. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þennan leik,“ segir Alfreð. Hann vill meina að markvarslan verði það sem skeri úr um sigurinn. Í marki Gróttu er auðvitað fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir en hjá Haukum stendur Elín Jóna Þorsteinsdóttir vaktina. Elín Jóna varð bikarmeistari með Gróttu í fyrra.Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka.Vísir„Elín hefur verið lykillinn að velgengni Haukanna en Íris Björk er bara alltaf góð. Þessi markvarðabarátta snýst vitaskuld að stóru leyti um varnarleikinn. Gróttuvörnin er stöðugri en hjá Haukum. Haukarnir eiga leiki þar sem þeir skella algjörlega í lás en stundum gengur ekki jafn vel,“ segir Alfreð. Haukarnir eru með sterka útilínu í þeim Ramune Pekarskyte, Karen Helgu Díönudóttur og Mariu Ines Pereira en Alfreð er hrifinn af liðsheildarframlagi Gróttuliðsins. „Á móti okkur var ég mjög hrifinn af hversu margir leikmenn Gróttu voru að skila framlagi. Gróttan spilar sóknarleikinn skynsamlega og fær framlag frá mörgum. Kári þjálfari hefur gert vel í að dreifa álagi og vera duglegur að skipta,“ segir Alfreð sem spáir Gróttu ferð í úrslitaleikinn. En hvaða lið stendur þá uppi sem meistari? „Grótta klárar þetta á móti Stjörnunni,“ segir Alfreð Örn Finnsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira